Þögn á útvarpsstöðvum

Selma Björnsdóttir, Bubbi Morthens, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Helgi Björnsson (formaður), …
Selma Björnsdóttir, Bubbi Morthens, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Helgi Björnsson (formaður), Páll Óskar Hjálmtýsson, Guðrún Ýr Eyfjörð og Sigríður Thorlacius eru í stjórn og varastjórn félagsins. Ljósmynd Brynjar Snær

Til þess að vekja athygli á nýstofnuðu félagi, Félag sjálfstætt starfandi tónlistarfólks, gerðu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957, X977, Rás 1, Rás 2, K100 og Suðurland FM hlé á dagskrá sinni með þögn í stuttu stund kl.8:45 í morgun.

Félagið var stofnað fyrir tæpum mánuði og er ætlað að standa vörð um réttindi, gæta hagsmuna og efla samstöðu félagsmanna auk þess að útbreiða skilning á verktakastarfsemi í íslenskum tónlistariðnaði, segir í fréttatilkynningu.

Fyrstu stjórn félagsins skipa þau Helgi Björnsson (formaður), Selma Björnsdóttir, Guðrún Ýr Eyfjörð, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Bubbi Morthens. Varamenn eru Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Thorlacius.

Í sumar kom út skýrsla um áhrif COVID-19 á íslenska tónlistargeirann. Að skýrslunni stóðu Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag hljómplötuframleiðanda, Samtök flytjenda og hljómplötuframleiðenda, STEF, Tónlistarborgin Reykjavík og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar. Ritstjórar eru María Rut Reynisdóttir og Bryndís Jónatansdóttir.

Í skýrslunni kemur fram að tekjumöguleikar þeirra sem hafa atvinnu að því að sinna lifandi tónlistarflutningi þurrkuðust út á einni nóttu í marsmánuði. Fjöldi listamanna starfar við blandaða vinnu, að hluta launþegar og að hluta verktakar í fjölda verkefna innan þess sem hefur verið kallað harkhagkerfið, þar sem listamenn vinna að mörgum ólíkum verkefnum hverju sinni með það að markmiði að ná fram viðunandi heildartekjum.

Innan harkhagkerfisins koma til fleiri þættir sem valda því að stærstur hluti tónlistarmanna hefur enn ekki fengið úrlausn sinna mála hjá Vinnumálastofnun, þrátt fyrir að vera í fullu starfi í sínu fagi og ríflega það á ársgrundvelli.

Við þetta bætist að margir tónlistarmenn höfðu lagt út mikinn kostnað vegna ýmissa verkefna sem ekki fæst endurgreiddur. Auk þess sem nánast útilokað er að skipuleggja verkefni komandi vetrar, sérstaklega fyrir þá sem starfa einnig utan landsteinanna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.