Mega leita í síma Baldwins

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Rannsóknarlögreglu í Nýja Mexíkó ríki í Bandaríkjunum hefur verið gefið heimild til leita í síma leikarans Alec Baldwin. Heimildin var gefin í tengslum við rannsóknina á voðaskoti sem varð við tökur á kvikmyndinni Rust í október og varð einum að bana. BBC greinir frá.

Dómari gaf út leitarheimildina í gær fimmtudag, tveimur vikum eftir að saksóknari í Santa Fe hafði gefið út að starfslið sem handfjatlaði skotvopnið myndi mögulega vera ákært. Enginn hefur verið ákærður enn sem komið er.

Baldwin hélt á byssunni, sem hlaðin var byssukúlum, þegar voðaskotið hljóp úr byssunni. Það hæfði tökumanninn Halynu Hutchins og lést hún af sárum sínum skömmu síðar. Baldwin hefur sagt að hann vissi ekki að byssan væri hlaðin og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. 

Rannsóknarlögregla óskaði eftir leitarheimild til að geta rannsakað smáskilaboð, tölvupósta, samtöl á samfélagsmiðlum og leitarsögu í netvafra í síma Baldwins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.