Uppgjör við ofbeldi á nýrri plötu

„Ég veit hvar ég stend, ég veit hvað er rangt,“ …
„Ég veit hvar ég stend, ég veit hvað er rangt,“ segir Sjana Rut.

„Hugmyndin að plötunni kom 2019 en svo stækkaði verkefnið og ég áttaði mig á því að ef ég ætlaði að gera þetta þá yrði ég að vanda mig og koma þessu rétt frá mér,“ segir tónlistarkonan Sjana Rut sem ákvað að gera tvískipta plötu þar sem hún gerir upp kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir sem barn, eftirmálin og þær tilfinningar sem hún hefur glímt við í kjölfarið. Platan ber titilinn Broken/Unbreakable en fyrri hlutinn Broken kom út í lok nóvember. Seinni hlutinn Unbreakable er hins vegar væntanlegur síðar á árinu.

Á plötunni segir tónlistarkonan sögu sína og er lögunum raðað nokkurn veginn í tímaröð svo hún fer með hlustandann í ákveðið ferðalag.

„Fyrri hlutinn Broken, sem hefur að geyma 17 lög, er tengdur því erfiða og þunga,“ segir Sjana Rut og bendir á að eins og titillinn gefur til kynna fjalli sá hluti um það að vera brotinn og berskjaldaður. „Mörg laganna eru samin á árunum 2015-2017, þegar margir atburðir áttu sér stað, aðallega þegar ég er að gera upp ofbeldið og allt það. Svo eru önnur lög sem ég samdi sérstaklega fyrir plötuna.“

Sjana Rut segir að þau séu mörg hver samin út frá sjónarhorni hennar þegar hún var barn og þegar hún var orðin fullorðin og rétt farin að átta sig á því hvað hafði gerst. „Ég fer svolítið inn í þann hugarheim, allar þessar ranghugmyndir sem maður fær, og fjalla um hvað maður er í rauninni lengi að vinna sig út úr áfallinu og leiðrétta ranghugmyndirnar.“

Alvarleg en þó aðgengileg

„Á þessum tímapunkti var ég ekki neitt rosalega meðvituð um hvað ég var að semja og það er svolítið sjokkerandi núna, eftir mikla sjálfsvinnu og áfallameðferð, að hlusta á þessi lög og lesa textana. Það er erfitt og kannski svolítið súrrealískt stundum. Það er nánast eins og það hafi verið eitthvað í undirmeðvitundinni að reyna að brjótast fram. Ég trúði því sem ég var að semja, til dæmis öllu þessu sjálfshatri sem ég trúi ekki endilega í dag. Mér fannst erfitt þegar ég var að taka upp að þurfa að setja mig inn í þennan hugarheim aftur,“ segir Sjana Rut.

„Tónlistin á Broken er þyngri og það er alvarlegri tónn á henni. Hún er dramatískari, það er meira af strengjahljóðfærum og það er ákveðinn hjartsláttur sem er rauði þráðurinn í Broken. Það er í raun og veru bara þyngri hljóðheimur, þar er verið að takast á við svo mikið af sjálfshatrinu og því að axla ábyrgð á einhverju sem maður ber ekki ábyrgð á og hún endurspeglar allt þetta leiðinlega. En platan er samt að mörgu leyti aðgengileg.“

Á Unbreakable heldur sagan áfram. „Það er nær því hvar ég er stödd í dag. Þar er ég búin að átta mig á hlutunum og horfi fram á við. Ég veit hvar ég stend, ég veit hvað er rangt. Þar er allt annar hljóðheimur, tónlistin er léttari og þar er meiri töffaraskapur, húmor og sjálfstraust,“ segir tónlistarkonan.

Lengra viðtal við Sjönu Rut má finna á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson