Talsverður áhugi á Systrum

Systurnar Sigga, Elín og Beta á fyrstu æfingunni í Tórínío.
Systurnar Sigga, Elín og Beta á fyrstu æfingunni í Tórínío. Ljósmynd/EBU/Nathan Reinds

Systur tóku sína fyrstu æfingu á Eurovisionhöllinni í Tórínó í gær. Það er nóg að gera hjá íslenska hópnum og stífar æfingar framundan. Ísland stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu á þriðjudaginn 10. maí. 

„Æfingin á sviðinu gekk mjög vel í gær. Í dag æfði hópurinn svo sjálfur í æfingasal í borginni. Og það sama verður gert á morgun,“ segir Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV í samtali við mbl.is. 

„Framundan í dag er skoðunarferð um miðborg Tórínó í boði keppnishaldaranna. Á miðvikudaginn fara Systur í fjöldann allan af viðtölum við erlenda miðla. Það er talsverður áhugi á meðal þeirra á Systrum. Á fimmtudaginn verður svo næsta æfing á sviðinu í höllinni og eftir æfinguna verður svo fyrsti stóri blaðamannafundurinn sem Systur fara á.“

Íslenski hópurinn kemur vel út á sviðinu á Ítalíu.
Íslenski hópurinn kemur vel út á sviðinu á Ítalíu. Ljósmynd/EBU/Nathan Reinds
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.