Aldrei kynnst öðrum eins Eurovision áhuga

Breski sendiherrann í Reykjavík, dr. Bryony Mathew, sendi í dag sérstaka kveðju til hins breska Sam Ryder og íslensku Systranna á samfélagsmiðlum þar sem hún óskar keppendunum góðs gengis í aðalkeppni Eurovision á morgun.

Bryony tók við sem sendiherra í ágúst í fyrra og er því í fyrsta sinn að upplifa Eurovision á Íslandi. „Ég hélt ég væri Eurovisionaðdáandi áður en ég flutti til Íslands en ég hef aldrei kynnst öðrum eins Eurovision áhuga og finnst algjörlega frábært hvað Íslendingar sýna keppendum mikinn stuðning,“ sagði hún í samtali við mbl.is.

Sendiherrann segist hafa fylgst með báðum undankeppnum og hlakkar til að horfa á aðalkeppnina á morgun með fjölskyldu og vinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson