Berdreymi og Volaða land í forvali

Stilla úr kvikmyndinni Volaða land.
Stilla úr kvikmyndinni Volaða land. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmyndirnar Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Volaða land eftir Hlyn Pálmason eru á meðal kvikmynda í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár en þau verða veitt í Reykjavík í desember.

Berdreymi var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar og hlaut þar Europa Cinemas Label verðlaunin sem besta evrópska myndin í Panorama flokki. Hefur hún unnið til fjölda annarra verðlauna.


Volaða land var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut mikið gagnrýnenda. Hún verður frumsýnd hér á landi í vetur.


Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru afhent annað hvert ár við hátíðlega athöfn í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. Í þetta sinn fer hátíðin fram í Reykjavík, 10. desember. Upphaflega stóð til að hún færi fram hér á landi árið 2020 en hátíðinni var frestað vegna heimsfaraldursins.

Úr kvikmyndinni Berdreymi.
Úr kvikmyndinni Berdreymi.
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að gala það út um allar jarðir þótt þú hafir haft heppnina með þér. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að gala það út um allar jarðir þótt þú hafir haft heppnina með þér. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.