Tryggja þurfi yfirburði NATO

Varnarmál Íslands | 27. nóvember 2018

Tryggja þurfi yfirburði NATO

Forgangsmál Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að tryggja að bandalagið hafi yfirhöndina gagnvart Rússlandi og öðrum þeim sem kunna að ógna öryggi aðildarríkja þess. Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu, í samtali við mbl.is en hann var staddur hér á landi í byrjun vikunnar til þess að ræða við íslenska ráðamenn.

Tryggja þurfi yfirburði NATO

Varnarmál Íslands | 27. nóvember 2018

Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu.
Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu. mbl.is/Hari

Forgangsmál Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að tryggja að bandalagið hafi yfirhöndina gagnvart Rússlandi og öðrum þeim sem kunna að ógna öryggi aðildarríkja þess. Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu, í samtali við mbl.is en hann var staddur hér á landi í byrjun vikunnar til þess að ræða við íslenska ráðamenn.

Forgangsmál Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að tryggja að bandalagið hafi yfirhöndina gagnvart Rússlandi og öðrum þeim sem kunna að ógna öryggi aðildarríkja þess. Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu, í samtali við mbl.is en hann var staddur hér á landi í byrjun vikunnar til þess að ræða við íslenska ráðamenn.

Spurður um stöðuna á Norður-Atlantshafi sagði Scaparrotti að mikilvægi þess svæðis og norðurslóða væri í forgrunni á ný eins og sjá mætti meðal annars af ákvörðunum sem teknar hefðu verið á síðustu ársfundum NATO.  Þar hefði Ísland sem fyrr mikilvægu hlutverki að gegna. Áherslan hefði enn fremur verið á breyttar aðstæður þar sem öryggismálin væru háð meiri breytingum en áður. Tæknin væri meðal annars að breytast og hernaðaraðferðir væru að breytast að sama skapi.

Fjölmörg herskip komu til landsins í haust vegna heræfingar NATO.
Fjölmörg herskip komu til landsins í haust vegna heræfingar NATO. mbl.is/​Hari

Hershöfðinginn sagði þessar breytingar ekki síst felast í því að NATO stæði á ný frammi fyrir öryggisógn frá Rússlandi. Scaparrotti segir landfræðilega legu Íslands fyrir vikið skipta miklu máli eins og áður. Rússar hafi verið að nútímavæða her sinn á undanförnum árum og þá ekki síst sjóherinn. Þá einkum kafbátaflota sinn. NATO þyrfti því að tryggja yfirburði sína í þeim efnum.

Landfræðileg lega Íslands og sú aðstaða sem fyrir hendi væri hér á landi skipti miklu máli í þeim efnum að sögn Scaparrottis. Þá ekki síst staða landsins sem ákveðin brú í GIUK-hliðinu svonefnda, það er hafsvæðinu á milli Grænlands og Íslands og Íslands og Bretlands. Það skipti NATO miklu máli varðandi möguleika bandalagsins þegar kæmi að aðgeðum bæði á legi og í lofti.

Aukin áhersla á færanlegar hersveitir

Spurður hvort NATO þurfi að auka viðveru sína á Íslandi að hans mati sagði Scaparrotti að ljóst væri að starfsemi bandalagsins hefði aukist hér á landi samhliða vaxandi ógn frá Rússlandi. Aukin viðvera væri annað mál. Hins vegar væru aðrar aðstæður en voru á árum áður þar sem kerfi NATO væru langdrægari en áður og bandalagið legði aukna áherslu á færanlegar hersveitir.

Herþota á vegum NATO við loftrýmisgæslu á Íslandi.
Herþota á vegum NATO við loftrýmisgæslu á Íslandi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hershöfðinginn var einnig spurður að því hversu góða yfirsýn NATO hefði, einkum þegar kæmi að ferðum rússneskra kafbáta um Norður-Atlantshafið í kringum Ísland. Scaparrotti sagði að bandalagið hefði langa reynslu í þeim efnum. Áherslan væri á það að vera skrefi á undan Rússum sem aftur þýddi að halda þyrfti áfram að tryggja að NATO hefði yfirhöndina í þeim efnum.

Spurður hvort loftrýmisgæslan, sem komið var á hér á landi til þess að tryggja varnir Íslands eftir að bandarísku herstöðinni var lokað árið 2006, sé að hans mati nægjanleg til þess að tryggja öryggi landsins og varnarhagsmuni NATO í heild sagði Scaparrotti að loftrýmisgæslan hafi verið það sem talið var mæta þessum þörfum á sínum tíma þegar henni hafi verið komið á.

Hershöfðinginn sagði að hins vegar væri ljóst að aðstæður væru háðar stöðugum breytingum og fyrir vikið væri loftrýmisgæslan eins og annað í stöðugri skoðun.  

Spurður hvort hann væri sammála þeirri skoðun sem heyrst hafi, meðal annars hjá sérfræðingum á sviði öryggis- og varnarmála, að það hafi verið mistök að loka herstöðinni, einkum þegar litið væri til baka, sagði hann mestu skipta í þeim efnum að tryggja að hægt væri að bregðast við stöðu öryggismála á hverjum tíma, hver sem hún kynni að vera, og hafa þá aðstöðu hér á landi sem nauðsynleg væri til þess.

mbl.is