Steldu stílnum: Björk á götum New York

Steldu stílnum | 20. janúar 2020

Steldu stílnum: Björk á götum New York

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kann svo sannarlega að klæða sig ef marka má papparassamyndir Daily Mail. Björk sást nýverið á götum New York-borgar í Bandaríkjunum ásamt dóttur sinni Isadóru. 

Steldu stílnum: Björk á götum New York

Steldu stílnum | 20. janúar 2020

Björk Guðmundsdóttir var vel til höfð á götum New York-borgar.
Björk Guðmundsdóttir var vel til höfð á götum New York-borgar. ALESSIA PIERDOMENICO

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kann svo sannarlega að klæða sig ef marka má papparassamyndir Daily Mail. Björk sást nýverið á götum New York-borgar í Bandaríkjunum ásamt dóttur sinni Isadóru. 

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kann svo sannarlega að klæða sig ef marka má papparassamyndir Daily Mail. Björk sást nýverið á götum New York-borgar í Bandaríkjunum ásamt dóttur sinni Isadóru. 

Björk klæddist gríðarlega fallegum blómakjól frá Balenciaga sem sannar að það má ekki bara klæðast blómakjólum á sumrin heldur líka í janúar í New York. Mæðgurnar virðast hafa verið að versla ef marka má innkaupapoka í höndum þeirra beggja.

Kjóllinn sem Björk klæddist virðist vera uppseldur í helstu verslunum en fæst þó enn á Ebay fyrir 1.000 Bandaríkjadali eða um 125 þúsund íslenskar krónur. Auk þess eru til fleiri kjólar með sama munstri, en ekki í sama sniði, frá Balenciaga.

Við kjólinn var Björk í skærbleikri úlpu sem passar einstaklega vel við kjólinn. Sambærilega úlpu má til dæmis finna á Ebay.

Björk var svo í svörtum „flatform“ skóm og með svört sólgleraugu. 

Kjóll frá Balenciaga og bleik úlpa. Kombó sem ekki klikkar.
Kjóll frá Balenciaga og bleik úlpa. Kombó sem ekki klikkar. Samsett mynd
mbl.is