„Ég er í hjarta mínu „íslenska sumarkonan““

Framakonur | 17. október 2023

„Ég er í hjarta mínu „íslenska sumarkonan““

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og fyrrverandi ráðherra, lék á alls oddi á Lagadeginum sem fram fór á föstudaginn á Hilton hótelinu. Ragna var undir áhrifum Berglindar Festival þegar hún klæddi sig í ponsjó og setti á sig leðurhatt. Forsaga málsins er sú að Berglind gaf ákveðinni kventegund nafnið „íslenska sumarkona“ í innslagi á Rúv á dögunum þegar hún beindi sjónum sínum að laxveiðandi háværri konu sem keyrði um á jeppa og væri með lýtaaðgerðir í áskrift. 

„Ég er í hjarta mínu „íslenska sumarkonan““

Framakonur | 17. október 2023

Ragna Árnadóttir tók sig vel út í ponjoi og með …
Ragna Árnadóttir tók sig vel út í ponjoi og með hatt á Lagadeginum sem fram fór á föstudaginn. Samsett mynd

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og fyrrverandi ráðherra, lék á alls oddi á Lagadeginum sem fram fór á föstudaginn á Hilton hótelinu. Ragna var undir áhrifum Berglindar Festival þegar hún klæddi sig í ponsjó og setti á sig leðurhatt. Forsaga málsins er sú að Berglind gaf ákveðinni kventegund nafnið „íslenska sumarkona“ í innslagi á Rúv á dögunum þegar hún beindi sjónum sínum að laxveiðandi háværri konu sem keyrði um á jeppa og væri með lýtaaðgerðir í áskrift. 

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og fyrrverandi ráðherra, lék á alls oddi á Lagadeginum sem fram fór á föstudaginn á Hilton hótelinu. Ragna var undir áhrifum Berglindar Festival þegar hún klæddi sig í ponsjó og setti á sig leðurhatt. Forsaga málsins er sú að Berglind gaf ákveðinni kventegund nafnið „íslenska sumarkona“ í innslagi á Rúv á dögunum þegar hún beindi sjónum sínum að laxveiðandi háværri konu sem keyrði um á jeppa og væri með lýtaaðgerðir í áskrift. 

„Ég tók að mér veislustjórnina því ég kann ekki að segja nei. Vissi samt ekki alveg hvernig ég átti að fara að þessu, en svo kom Berglind Festival eins og frelsandi engill með sketsið af íslensku sumarkonunni. Þetta var snilldarinnslag hjá henni, hitti í mark,“ segir Ragna aðspurð að því hvernig það hafi æxlast að hún yrði „íslenska sumarkonan“ á fyrrnefndum degi. 

Ert þú þessi sumarkona?

„Ég er í hjarta mínu „íslenska sumarkonan“ enda á rétta aldrinum, ávallt ung í anda og til í ævintýri. Þótt ég eigi ekki ponsjó og leðurkúrekahatt þá var lítið mál að fá þessi klæði lánuð. Þau mega alls ekki fá sömu örlög og fótanuddtækin forðum því þau eru í fyrsta lagi mjög töff og í öðru lagi oft íslensk framleiðsla, sem er akkúrat í anda sumarkonunnar,“ segir Ragna sem er mikil veiðikona og oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. 

Hér er Ragna í hlutverki íslensku sumarkonunnar.
Hér er Ragna í hlutverki íslensku sumarkonunnar.

Á Lagadeginum kynnti Ragna gesti fyrir íslenska sumarmanninum. 

„Tilgátan um íslenska sumarmanninn er sú að hann sé í jakkafötum og vesti frá Kormáki og Skildi og í Barbour-jakka utan yfir. Hann fer reglulega í hársnyrtingu og notar að sjálfsögðu skeggolíu. Hann er í svolítilli tilvistarkreppu því „sumarkonan“ er alltaf upp um fjöll og firnindi að þvælast með vinkonum sínum og ber ekki mikla virðingu fyrir því að hann sitji bara heima allar helgar og horfi á fótbolta. Hann er að gæla við þríþrautina og að byrja á fjallaskíðum,“ segir hún og hlær enda margar leiðir í lífinu til þess að finna sjálfan sig. Það er örugglega fátt betra en að finna sjálfan sig á fjallaskíðum eða í þríþraut. 

Böðvar Guðjónsson og Kristinn Vilbergsson eru svolítið sumarmannalegir en þeir …
Böðvar Guðjónsson og Kristinn Vilbergsson eru svolítið sumarmannalegir en þeir myndu líklega ekki láta sjá sig á fjallaskíðum eða í þríþraut. Ljósmynd/Róbert Arnar

En hvaðan kemur þessi íslenska sumarkona? Þegar Ragna er spurð að því er hún með svör á reiðum höndum. 

„Sumarkonan tók við af hvítvínskonunni, ætli fjallkonan sé ekki næst?“



mbl.is