Flutti til Danmerkur með brotið hjarta

Framakonur | 22. október 2023

Flutti til Danmerkur með brotið hjarta

Gúrý Finnbogadóttir stóð á krossgötum þegar hún fann að gleðin var horfin úr starfi sínu sem fatahönnuður. Hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og fann ástríðuna á nýjan leik í snyrtifræðinni. Gúrý er búsett í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni og hefur opnað snyrtistofu þar í landi. 

Flutti til Danmerkur með brotið hjarta

Framakonur | 22. október 2023

Gúrý Finnbogadóttir kemur reglulega til Íslands til þess að snyrta …
Gúrý Finnbogadóttir kemur reglulega til Íslands til þess að snyrta augabrýr. Hún verður næst á landinu 26. til 31. október. Ljósmynd/Aðsend

Gúrý Finnbogadóttir stóð á krossgötum þegar hún fann að gleðin var horfin úr starfi sínu sem fatahönnuður. Hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og fann ástríðuna á nýjan leik í snyrtifræðinni. Gúrý er búsett í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni og hefur opnað snyrtistofu þar í landi. 

Gúrý Finnbogadóttir stóð á krossgötum þegar hún fann að gleðin var horfin úr starfi sínu sem fatahönnuður. Hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og fann ástríðuna á nýjan leik í snyrtifræðinni. Gúrý er búsett í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni og hefur opnað snyrtistofu þar í landi. 

„Ég flutti til Kaupmannahafnar með vinkonu minni og vini en við vorum öll í leit að einhverju skemmtilegu ævintýri. Ég fór út með brotið hjarta en ég og Breki vorum nýhætt saman og mér fannst Ísland of lítið fyrir okkur bæði. Hann sá auðvitað ljósið þegar að ég var flutt úr landi og elti mig til Danmerkur en 20 árum síðar erum við ennþá saman og ennþá hér,“ segir Gúrý.

Sneri baki við fatahönnun

„Lífið í Danmörku er æðislegt, aðeins rólegra og minna kapphlaup í fólki. Þessi taktur hentar okkur mjög vel. Við höfum alltaf haft allan tímann í heiminum til að sinna krökkunum okkar þar sem vinnueðli Dana er ekki jafn ýkt og á Íslandi.“

Gúrý er menntaður fatahönnuður og vann við þá iðn í fimmtán ár þar til heimsfaraldurinn skall á.

„Þá stöðvaðist allt hjá mér þar sem ég framleiddi allt í Víetnam. Ég hélt að Covid væri bara einhvers konar fuglaflensa sem færi hratt yfir, en eftir sex mánuði með allt á bið fékk ég nóg. Ég var komin með leið á fatabransanum því þetta er auðvitað mikið hark og keppni við „fast fashion“. Fólk vill endalaust fá eitthvað nýtt og ég gat ekki keypt við þessa fjöldaframleiðslu eða verðin sem fylgja henni. Ég ákvað því að byrja upp á nýtt og leita í bakgrunn minn sem lá í förðun en ég hafði hér áður fyrr lært förðun hjá No Name og tók að mér ýmis verkefni fyrir Saga Film og önnur fyrirtæki þegar að ég bjó á Íslandi.“

Á þessum tíma hafði ég lesið mér mikið til um þetta nýja æði sem tröllreið öllu og kallast brow lamination eða permanet fyrir augabrúnir. Þetta er meðferð sem kemur frá Rússlandi en ég fann aðal skvísuna sem kennir þetta í Köben. Það vill svo til að hún er frá Rússlandi og ég fór á námskeið hjá henni. Ég lærði þessa tækni frá a til ö; að lita með mismunandi litum, blanda liti eftir hárlit, móta brúnir og vaxa þær. Ég var á ítarlegu námskeiði, sem var bæði bóklegt og verklegt, fór auk þess á dagsnámskeið í lash lift (augnhára-permanett).“

Hægt er að hafa samband við Gúrý með því að …
Hægt er að hafa samband við Gúrý með því að senda tölvupóst á netfangið beautytouch@mail.com. Ljósmynd/Aðsend

Náði aftur andanum

„Eftir námið fannst mér eins og að ég næði andanum aftur. Strögglið í fatabransanum var búið að mergsjúga mig alveg og öll gleðin farin úr því að vinna við það. Samt var ég svo föst því mér fannst ég ekki geta hætt, komin á „gamals aldur“ og að ég gæti ekki farið að gera neitt annað. Þegar ég var komin með prófskírteinin mín í hendurnar hringdi ég í Breka manninn minn og var alveg: „Hey, ég ætla skella mér í snyrtifræði,“ eins og ekkert sé segir Gúrý og hlær.

Dagarnir voru langir hjá Gúrý á meðan á náminu stóð.

„Ég sótti um í Cidesco International og tók þriggja ára nám á aðeins einu ári. Ég var í skólanum alla daga frá 8.15 til 15.30 og opnaði „brow og lash“ snyrtistofu í leiðinni og gerði augabrúnir öll kvöld eftir skóla til að byggja upp góðan grunn af kúnnum. Ég fór heim um kl 21 á kvöldin og þá tók við lærdómur og fjölskyldulíf. Ég hélt að þetta ár mundi aldrei klárast og stundum leið mér eins og að ég væri við það að gefast upp. Ég fann klárlega fyrir því að það voru meira en 20 ár síðan að ég sat síðast á skólabekk. En þetta hafðist og ég gat þetta alveg eins og hinar og stóð mig með mikilli prýði. Snyrtistofan fór svo í fullan gang í fyrra.“

Er á réttri hillu og stolt af sjálfri sér

„Ég er stolt af sjàlfri mér fyrir að hafa tekið þetta skref og ég finn að ég er alveg á minni réttu hillu. Ég elska vinnuna mína, ég veit að ég geri hana vel og ég ætla að halda ótrauð áfram. Ég er komin með fjölmarga skjólstæðinga hér í Kaupmannahöfn og margar konur koma til mín á Íslandi. Èg flýg heim á 8-9 vikna fresti og hópurinn stækkar eftir hverja ferð. Það er ótrúlegt hvað ég er búin að ná langt á stuttum tíma með „word to mouth“ aðferðinni.“

Gúrý segir það mikilvægt að vera stöðugt að halda sér við í faginu. 

„Ég hef verið dugleg að bæta við mig þekkingu og tek reglulega „masterclass“ hér og þar í td litum eða nýjum aðferðum en efnin breytast hratt, ásamt litum og aðferðum. Ég passa mig alltaf á að vera dugleg að halda mér við því annars missir maður af lestinni.“

Gúrý fylgist vel með öllu því helsta sem á sér …
Gúrý fylgist vel með öllu því helsta sem á sér stað í þessum geira. Það er hægt að fylgjast með Gúrý á Instagram og Facebook undir heitinu gurysbeautytouch. Ljósmynd/Aðsend

Góð ráð frá snyrtifræðingnum

Aðspurð um hvað sé mikilvægt fyrir konur að hafa í huga varðandi förðun og húðumhirðu segir Gúrý að minna sé meira.

„Það þarf að þrífa húðina alla morgna og öll kvöld. Þá skal alltaf nota toner eftir á, gott serum, augnkrem, rakakrem og sólarvörn alla daga, allan ársins hring. Þá mæli ég með því að nota peeling maska tvisvar sinnum í viku.“ 

„Less is more“ þegar það kemur að förðun. Gott að taka eitthvað eitt fyrir eins og til dæmis dramatísk augu og augnbrýr og þá hlutlausar varir. Eða þá ýktar varir og flottan augnblýant. Sjálf er ég byrjuð að mála mig minna með árunum, en mér finnst léttur farði klæða mig best. Dagsdaglega er það sólarvörn, maskari, ýkja augabrúnirnar og smá sólarpúður. Annars er ég algjör fíkill á að prufa nýjar andlits- og snyrtivörur.“

Stíllinn minn er kannski frekar í rokkaðri kantinum, en ég er með algjört blæti fyrir leðurjökkum, ég á ábyggilega 11-12 leðurjakka sem ég nota til skiptis. Elska vintage t-shirts, biker boots, oversize blazer og bomber jakka. Ég geng aldrei í kjól og fýla mig best í gallabuxum.

Bleikur er uppáhalds liturinn minn samt er ég eiginlega alltaf í svörtu.

Skjólstæðingar Gúrý eru ánægðir með vönduð vinnubrögð.
Skjólstæðingar Gúrý eru ánægðir með vönduð vinnubrögð. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is