Forréttindapésar á Íslandi

Framakonur | 12. október 2023

Forréttindapésar á Íslandi

Selma Þorsteinsdóttir og Agga Jónsdóttir frá Pipar\TBWA auglýsingastofu tóku að sér fyrirlestur ásamt vinnustofu um jafnrétti kynjanna í auglýsingabransanum í samstarfi við UN Women á Ad Black Sea Festival í Georgíu nú á dögunum. 

Forréttindapésar á Íslandi

Framakonur | 12. október 2023

Selma Þorsteinsdóttir og Agga Jónsdóttir fóru í áhugaverða ferð til …
Selma Þorsteinsdóttir og Agga Jónsdóttir fóru í áhugaverða ferð til Georgíu.

Selma Þorsteinsdóttir og Agga Jónsdóttir frá Pipar\TBWA auglýsingastofu tóku að sér fyrirlestur ásamt vinnustofu um jafnrétti kynjanna í auglýsingabransanum í samstarfi við UN Women á Ad Black Sea Festival í Georgíu nú á dögunum. 

Selma Þorsteinsdóttir og Agga Jónsdóttir frá Pipar\TBWA auglýsingastofu tóku að sér fyrirlestur ásamt vinnustofu um jafnrétti kynjanna í auglýsingabransanum í samstarfi við UN Women á Ad Black Sea Festival í Georgíu nú á dögunum. 

Fyrst var haft samband við þær Selmu og Öggu í sitthvoru lagi, það er Selmu til að vera formaður dómnefndar í hönnun og mörkun og Öggu til að vera með fyrirlestur um hvað var nýtt í auglýsingabransanum. 

„Hins vegar breyttist kúrsinn þegar hátíðarhaldarar skoðuðu bakgrunn okkar og báðu okkur frekar um að halda fyrirlestur saman, ásamt því að vera með vinnustofu um jafnrétti kynjanna í samstarfi við UN Women í Georgíu. Þar vó kannski þyngst árangursrík herferð okkar fyrir Un Women á Íslandi - Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur, sem fékk fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar, en það verkefni er enn að hreyfa við fólki, sama frá hvaða landi eða menningarsvæðum það kemur frá,“ segir Selma Þorsteinsdóttir um ferðina þeirra til Georgíu.

„Að auki er sjaldgæft að sjá tvær kvenkyns hönnunarstjóra vinna saman, það vakti athygli þeirra, ásamt bakgrunnur okkar í verkefnum tengdum jafnrétti kynjanna hér á Íslandi. Við vissum lítið hvað við vorum að fara út í og vonuðum að það yrði áhugi á fyrirlestrinum okkar og að einhverjir myndu mæta á vinnustofuna, en gaman að segja frá því að við töluðum fyrir fullum sal og eftir fyrirlesturinn seldist strax upp á vinnustofuna.“

Selma og Agga kynna í Georgíu.
Selma og Agga kynna í Georgíu.

Enn mikið ójafnvægi í réttindum kynjanna

„Við reyndum fyrst og fremst að vera bara mannlegar, tala um okkar bransa, okkar mistök og hvað við höfum lært og hvernig við stjórnum og reynum að efla okkar fólk,“ segir Agga. 

„Það var gaman að kynnast þessum menningarheimi. Það er enn mikið ójafnvægi í réttindum kynjanna og það bitnar einna helst á konum og minnihlutahópum en það er einnig mjög mikill kraftur hjá yngra fólkinu og það kom svo sterkt í ljós eftir fyrirlesturinn okkar – þau eru full af eldmóði til að breyta heiminum. Svo fór maður á veitingastað, labba um bæinn eða tala við eldra fólk ogpúff maður hvarf 30 ár aftur í tímann. Í Úsbekistan er til dæmis haldið upp á konudag 8. mars. Þetta er ekki konudagur eins og við þekkjum hann heldur er vaninn að karlmaðurinn tekur að sér að gera eitthvað „kvennaverk“ á heimilinu. Þá er hann mjög duglegur og jafnvel vaskar upp og fær hrós fyrir. Hina dagana er það óvirðingarvert að gera slíkt eða „Uyat!“ eins og þau segja. Maður sér vel hvað maður er mikill forréttindapési að hafa alist upp í landi þar sem þetta er ekki svona,“ segir Agga um veruna í Georgíu.

Selma í panel um niðurstöður dómnefndar.
Selma í panel um niðurstöður dómnefndar.

„Þeir fá hrósið og þær klappa“

„Einnig þegar við vorum að vinna með fólki sem var mjög meðvitað um jafnrétti þá sá maður skýrt hvernig verkaskiptingin var. Konur þjóna karlmönnum í vinnunni. Þeir tala og þær skipuleggja. Þeir fá hrósið og þær klappa. Þannig er þetta bara og þetta vorum við að ræða og þær voru oftast meðvitaðar um þetta,“ bætir Selma við.

„Eftir að við héldum fyrirlesturinn fylltist á nokkrum mínútum á vinnustofuna. Þar var mikill kraftur þó svo fólk hafi verið svolítið hrætt í byrjun. En um leið og einn byrjaði að koma með hugmyndir og þá fór allt á flug. Þá fann maður hvað viljinn til breytinga er mikill hjá öllum kynjum. Svo nú þarf bara að vinna úr þessu öllu og sjá hvert það leiðir okkur. Einnig var mjög spennandi að sjá allar auglýsingarnar sem við vorum í dæma. Það er svo mikil spegill inn í samfélagið,“ segir Selma um vinnuna í Georgíu.

Agga í panel.
Agga í panel.
mbl.is