Sagði upp hjá H&M til að láta drauminn rætast

Framakonur | 1. október 2023

Sagði upp hjá H&M til að láta drauminn rætast

Anna Margrét Gunnarsdóttir lærði stefnumiðaða markaðsfræði í Noregi og fékk í framhaldinu starf hjá sænska móðurskipinu H&M. Þar vann hún sig hratt upp en sagði upp á dögunum til að fylgja hjartanu og láta drauminn rætast.

Sagði upp hjá H&M til að láta drauminn rætast

Framakonur | 1. október 2023

Anna Margrét Gunnarsdóttir lærði stefnumiðaða markaðsfræði í Noregi og fékk í framhaldinu starf hjá sænska móðurskipinu H&M. Þar vann hún sig hratt upp en sagði upp á dögunum til að fylgja hjartanu og láta drauminn rætast.

Anna Margrét Gunnarsdóttir lærði stefnumiðaða markaðsfræði í Noregi og fékk í framhaldinu starf hjá sænska móðurskipinu H&M. Þar vann hún sig hratt upp en sagði upp á dögunum til að fylgja hjartanu og láta drauminn rætast.

„Altso er ráðgjafarstofa sem hjálpar fyrirtækjum við að tjá og miðla sínum skilaboðum og samskiptum á hispurslausan og skýran hátt,“ segir Anna Margrét.

Hvernig kom þetta til?

„Eftir sex ár hjá H&M langaði mig að breyta til og nýta alla reynsluna mína á einhvern hátt en ég var ekki endilega spennt fyrir því að finna nýja vinnu. Í staðinn ákvað ég hoppa beint í djúpu laugina og stofna Altso samskiptaráðgjöf.“

Anna Margrét Gunnarsdóttir býr í Svíþjóð og starfaði í sex …
Anna Margrét Gunnarsdóttir býr í Svíþjóð og starfaði í sex ár hjá H&M.

Anna Margrét er með meistarapróf í stefnumiðaðri markaðssetningu frá Handelshøyskolen BI í Osló en seinustu ár hefur hún unnið við markaðs- og fyrirtækjasamskipti hjá H&M og seinna móðurfélagi þess H&M Group í Stokkhólmi.

„Þar hef ég fengist við ótal spennandi hluti eins og tísku og fjölmiðla en einnig sjálfbærni- og stjórnendasamskipti sem er mitt aðaláhugasvið.“

Hvað er það við markaðsstarf sem er svona spennandi?

„Það er svo ótrúlega vítt og skemmtilegt svið því það getur bæði verið hlutlægt og huglægt. Allt sem fyrirtæki segja bæði inn og út á við hefur áhrif á hvernig vörumerkið þeirra er túlkað og það felst mikil ábyrgð í því að móta þessa upplifun með alls konar samskiptum,“ segir Anna Margrét.

Hér er Anna Margrét í Róm á Ítalíu þar sem …
Hér er Anna Margrét í Róm á Ítalíu þar sem samstarf H&M og Giambattista Valli var kynnt.

Anna Margrét hefur búið í Svíþjóð síðustu ár og þegar hún er spurð að því hvort hún sé að flytja heim segir hún svo ekki vera.

„Ekki í augnablikinu en lokaáfangastaðurinn er Ísland því þar er svo sannarlega best að vera. Íslenski markaðurinn er líka ótrúlega spennandi, það er svo mikið í gangi bæði í nýsköpun og hjá stærri fyrirtækjum sem eru alltaf að taka meira til sín. Svo eru fyrirtækjasamskipti tiltölulega nýtt svið og það er spennandi að fá að taka þátt í að byggja það upp enn frekar,“ segir hún.

Anna Margrét hefur ekki bara áhuga á markaðsfræði heldur líka …
Anna Margrét hefur ekki bara áhuga á markaðsfræði heldur líka klæðaburði. Fólk sem þekkir hana veit að hún myndi líklega sjaldan láta sjá sig í svartri dragt.

Var ekki erfitt að kveðja H&M?

„Aðdragandinn að ákvörðuninni um að segja upp var erfiður. Með réttum áherslum getur man unnið sig upp hjá H&M og ég hafði klifið metorðastigann frekar hratt á þessum tíma og ég veit að það bíða hundruð í röð eftir svona stöðu. En það borgar sig alltaf að hlusta á hjartað og ég sé ekki eftir því!“

Hvað lærðir þú af því að vinna fyrir H&M sem ekki er hægt að kenna fólki í háskóla?

„Hjá H&M lærði ég að það snýst ekki nákvæmlega um hvað fyrirtækið eða stjórnendur eru að segja beinum orðum, heldur hvernig það er sagt – í hvaða aðstæðum og hvernig það er sett fram. Það er svo margt sem hefur áhrif á hvernig við sem áheyrendur tökum inn upplýsingar – tónfall auðvitað en líka litir, klæðnaður, lýsing, myndir, grafík – allt gefur þetta tóninn og þarna eru töfrarnir við fyrirtækja- og markaðssamskipti. Við eigum það til að einblína á eingöngu orðin en það er í raun heildin sem skiptir sköpum ef þú sem fyrirtæki eða stjórnandi vilt hafa áhrif með samskiptum – hvort sem það er í kynningu fyrir fjárfesta, í blaðaviðtali eða í krísu innanhúss,“ segir hún.

Hér er Anna Margrét með blóm í blómakjól.
Hér er Anna Margrét með blóm í blómakjól.

Hvað geta íslenskir stjórnendur gert til þess að hafa meiri áhrif með sinni framkomu?

„Stjórnendur gætu verið mun strategískari í hvernig þau koma fyrir og hvernig litlu hlutirnir, sem gætu virkað ómerkilegir eða hégómlegir jafnvel, eru nákvæmlega þeir sem geta styrkt þig og þitt orðspor innan og utan fyrirtækisins.

Nánast allir stjórnendur í dag hefðu gott af því að vera aðeins óformlegri og vinna í að vera aðgengilegri. Hætta að ganga í eingöngu dökkum klæðnaði og rembast við að fylgja einhverju „dress code“. Látbragð og líkamsbeiting getur sömuleiðis verið ótrúlega áhrifamikið; að krossleggja handleggina – það sýnir ekki sjálfstraust eins og margir halda, heldur óöryggi og vörn. Svo er hægt að huga betur að orðanotkun, það má vera óformlegri en líka í takt við tímann – ég myndi t.d. vilja sjá stjórnendur hætta að tala um „menn“ þegar verið er að tala um fólk. Þetta eru allt litlir hlutir sem gera það að verkum að þú sem stjórnandi sýnir á þér betri hlið – þína raunverulegu hlið – og getur þannig styrkt vægi þitt til muna í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Anna Margrét.

Hvað drífur þig áfram í lífinu?

„Að ögra sjálfri mér, það er orðið eins konar áhugamál núna. Altso er nýjasta verkefnið mitt og það hefur verið ótrúlega gefandi hingað til, þetta er bara enn einn rússíbaninn og þá er eins gott að hafa bara gaman af.“

mbl.is