Eins og einræðisherra eða prinsessa?

Fatastíllinn | 8. október 2022

Eins og einræðisherra eða prinsessa?

Klæðnaður Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, vakti athygli á landsfundi breska Íhaldsflokksins í vikunni. Kjóllinn er nákvæmlega eins og kjóllinn sem fasíski einræðisherrann í þáttunum Years and Years klæddist.

Eins og einræðisherra eða prinsessa?

Fatastíllinn | 8. október 2022

Rauður Karen Millen-kjóll Liz Truss vakti athygli á landsfundi breska …
Rauður Karen Millen-kjóll Liz Truss vakti athygli á landsfundi breska Íhaldsflokksins í gær. AFP

Klæðnaður Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, vakti athygli á landsfundi breska Íhaldsflokksins í vikunni. Kjóllinn er nákvæmlega eins og kjóllinn sem fasíski einræðisherrann í þáttunum Years and Years klæddist.

Klæðnaður Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, vakti athygli á landsfundi breska Íhaldsflokksins í vikunni. Kjóllinn er nákvæmlega eins og kjóllinn sem fasíski einræðisherrann í þáttunum Years and Years klæddist.

Kjóllinn er frá Karen Millen og er til í fjölda lita, en bæði Truss og Emma Thompson sem fór með hlutverk einræðisherrann Vivienne Rook, völdu rauðan. Years and Years er vísindaskáldskapur úr smiðju Russel T. Davies og á að gerast á milli 2019 og 2034. Fjalla þættirnir um leiðtoga stjórnmálaflokks á hægri vængnum. 

Kjóllinn er frá Karen Millen og er úr Forever-línu merkisins.
Kjóllinn er frá Karen Millen og er úr Forever-línu merkisins. AFP

Í þáttunum klæðist Rook kjólnum frá Karen Millen þegar hún tilkynnir útrýmingarbúðir í Bretlandi. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um kjólinn á bent á að það sé ansi undarlegt að Truss hafi valið kjólinn þegar hún ávarpaði flokk sinn á landsþinginu í gær. Höfundurinn Davies vakti einnig athygli málinu á Instagram og skrifaði: „Þetta er að verða skrítið“. 

Guardian fjallaði um málið og velt því upp hvort þetta væri ekki tilviljun. Kjóllinn væri í klassísku sniði og með stórum öxlum, sem er góð leið til að stækka ásýnd sína. 

Truss var ekki eina konan í Bretlandi sem klæddist Forever-kjólnum frá Karen Millen í gær. Það gerði líka Katrín prinsessa af Wales þegar hún heimsótti fæðingardeild í Surrey. Katrín valdi kjólinn í gulum lit. 

Katrín prinsessa af Wales klæddist gulri útgáfu af kjólnum í …
Katrín prinsessa af Wales klæddist gulri útgáfu af kjólnum í gær. AFP
mbl.is