Halla Tómasdóttir geislaði í 34.980 kr. forsetajakka

Fatastíllinn | 6. maí 2024

Halla Tómasdóttir geislaði í 34.980 kr. forsetajakka

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist ljósbleikum jakka á föstudagskvöldið þegar hún tók þátt í kappræðum í sjónvarpssal á RÚV. Jakkinn þykir töluvert forsetalegur og er í anda hins klassíska Chanel-jakka sem notið hefur vinsælda síðan sá jakki var saumaður í fyrsta skipti. 

Halla Tómasdóttir geislaði í 34.980 kr. forsetajakka

Fatastíllinn | 6. maí 2024

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist bleikum jakka sem fæst Hjá Hrafnhildi …
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist bleikum jakka sem fæst Hjá Hrafnhildi á föstudagskvöldið þegar hún tók þátt í kappræðum á RÚV. Samsett mynd

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist ljósbleikum jakka á föstudagskvöldið þegar hún tók þátt í kappræðum í sjónvarpssal á RÚV. Jakkinn þykir töluvert forsetalegur og er í anda hins klassíska Chanel-jakka sem notið hefur vinsælda síðan sá jakki var saumaður í fyrsta skipti. 

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist ljósbleikum jakka á föstudagskvöldið þegar hún tók þátt í kappræðum í sjónvarpssal á RÚV. Jakkinn þykir töluvert forsetalegur og er í anda hins klassíska Chanel-jakka sem notið hefur vinsælda síðan sá jakki var saumaður í fyrsta skipti. 

Allir sem vilja láta taka sig alvarlega eiga einn slíkan jakka í fataskápnum sínum.  

Jakkinn sem Halla klæddist fæst Hjá Hrafnhildi og er frá merkinu Rofa og er hluti af White Label-línu merkisins. Jakkinn er aðsniðinn úr 62% pólýester og 38% bómull. Með sniðsaumum að framan og aftan og er bakhlutinn í tveimur stykkjum. Hann er einhnepptur með fjórum tölum að framan. Auk þess eru fjórir vasar framan á jakkanum, tveir brjóstvasar og tveir mittisvasar. Örlítið klauf er á ermunum sem gerir jakkann svolítið sumarlegan. 

Fyrirtækið Rofa er þýskt fatamerki sem stofnað var 1957 og framleiddi það barnaföt og útiföt. Árið 1972 breyttust áherslur í fyrirtækinu og árið 2006 varð það að alþjóðlegu tískumerki. Eins og sjá má á jakka Höllu þá hefur það tekist nokkuð vel. 

Jakkinn er frá Rofa og er úr blöndu af pólýester …
Jakkinn er frá Rofa og er úr blöndu af pólýester og bómull.
mbl.is