Martha Stewart stal stíl Katrínar

Fatastíllinn | 22. maí 2023

Martha Stewart stal stíl Katrínar

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart var glæsileg þegar hún mætti í kynningarpartí sundfatatímaritsins Sports Illustrated, en hún skartaði gylltum pallíettukjól sem aðdáendur Katrínar prinsessu af Wales ættu að kannast við. 

Martha Stewart stal stíl Katrínar

Fatastíllinn | 22. maí 2023

Martha Stewart og Katrín prinsessa af Wales hafa nú báðar …
Martha Stewart og Katrín prinsessa af Wales hafa nú báðar skartað glæsilegum gylltum pallíettukjól á rauða dreglinum. Samsett mynd

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart var glæsileg þegar hún mætti í kynningarpartí sundfatatímaritsins Sports Illustrated, en hún skartaði gylltum pallíettukjól sem aðdáendur Katrínar prinsessu af Wales ættu að kannast við. 

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart var glæsileg þegar hún mætti í kynningarpartí sundfatatímaritsins Sports Illustrated, en hún skartaði gylltum pallíettukjól sem aðdáendur Katrínar prinsessu af Wales ættu að kannast við. 

Á dögunum varð Stewart elsta forsíðustúlka tímaritsins Sports Illustrated, en hún er 81 árs gömul. Hún fagnaði því með stæl og mætti í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn í partí á vegum tímaritsins.

Stewart klæddist kjól frá Jenny Packham sem er nánast alveg eins og kjóllinn sem Katrín klæddist á frumsýningu kvikmyndarinnar No Time to Die árið 2021, en hann var einnig frá Jenny Packham.

Katrín geislaði í kjólnum á frumsýningu No Time to Die …
Katrín geislaði í kjólnum á frumsýningu No Time to Die árið 2021. AFP

Kjóll Katrínar var þó frábrugðinn að því leyti að hann var ermalaus og með skikkju, en þar að auki kostar hann aðeins meira, eða um 6.543 bandaríkjadali sem nemur rúmum 918 þúsund krónum.

Kjóll Stewart var hins vegar með síðar ermar og kostar 3.640 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 510 þúsund krónum.

Stewart var glæsileg í gylltu.
Stewart var glæsileg í gylltu. AFP
mbl.is