Hópsmitið „dúrar aðeins“

Kórónuveiran Covid-19 | 4. júlí 2020

Hópsmitið „dúrar aðeins“

Ekkert nýtt innanlandssmit greindist í gær á Íslandi, heldur aðeins fjögur við landamærin. Að minnsta kosti þrjú ef ekki öll fjögur eru óvirk.

Hópsmitið „dúrar aðeins“

Kórónuveiran Covid-19 | 4. júlí 2020

Fyrsta vél til landsins 15. júní. Þar sem þau smit …
Fyrsta vél til landsins 15. júní. Þar sem þau smit sem komið hafa upp á land­inu und­an­farna daga hafa verið af völd­um Íslend­inga sem eru að koma hingað heim, hef­ur verið ákveðið að frá og með 13. júlí þurfi Íslend­ing­ar að fara í sótt­kví við kom­una til lands­ins þar til gengið er endanlega úr skugga um að þeir séu ekki smitaðir. Kristinn Magnússon

Ekkert nýtt innanlandssmit greindist í gær á Íslandi, heldur aðeins fjögur við landamærin. Að minnsta kosti þrjú ef ekki öll fjögur eru óvirk.

Ekkert nýtt innanlandssmit greindist í gær á Íslandi, heldur aðeins fjögur við landamærin. Að minnsta kosti þrjú ef ekki öll fjögur eru óvirk.

Þar með greindist enginn með smit af þeim mörgu sem hafa verið skimaðir í í tengslum við hópsmit sem virtist vera að koma upp, fyrst í kjölfar smits hjá knattspyrnukonu á dögunum og síðan vegna annarra Íslendinga sem komið höfðu til landsins smitaðir án þess að þess yrði vart í skimun á þeim við landamærin.

Rögnvaldur Ólafsson, lögreglumaður og verkefnastjóri hjá almannavörnum, segir í samtali við mbl.is að þeirri umfangsmiklu skimun sé lokið í bili. Það þýði ekki að hópsmitið sé ekki meira en tölurnar gefa til kynna um, en að ljóst sé að það „dúrar aðeins“ þessa stundina.

Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum.
Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Smitrakningarteymið er engu síður undir það búið að rjúka til ef smit fara aftur að koma upp. „Það eru alltaf 2-3 á vakt og ef það er ekki verið að rekja smit beint eru þau að að hreinsa upp gömul gögn, búa í haginn, fylgjast með farþegalistum og þess háttar. Um leið og eitthvað kemur upp er þá hóað í fleiri, sem eru í viðbragðsstöðu,“ segir Rögnvaldur. Þegar mest lét voru á sjötta tug manns að rekja smit.

17 eru í einangrun samkvæmt covid.is en ekki allir þeirra eru endilega með virkt smit. Þar sem þau smit sem komið hafa upp á landinu undanfarna daga hafa verið af völdum Íslendinga sem eru að koma hingað heim, hefur verið ákveðið að frá og með 13. júlí þurfi Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins, jafnvel þó að þeir greinist smitlausir við landamærin. Þeir geta síðan losnað úr sóttkví eftir 4-5 daga með því að fara í aðra sýnatöku.

mbl.is