Fóru ekki eftir fyrirmælum við aðflugsæfingar

Varnarmál Íslands | 15. október 2020

Fóru ekki eftir fyrirmælum við aðflugsæfingar

Bandaríski herinn fór ekki eftir fyrirmælum fyrir bandalagsþjóðir vegna aðflugsæfinga, á Akureyri í gær. Töluverður hávaði var við æfingarnar. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu Íslands var hávaðinn meiri en oftast er þar sem aðflugsæfingar fara fram. 

Fóru ekki eftir fyrirmælum við aðflugsæfingar

Varnarmál Íslands | 15. október 2020

Orrustuþota við aðflugsæfingu á Akureyri í gær.
Orrustuþota við aðflugsæfingu á Akureyri í gær. mbl.is/Þorgeir

Bandaríski herinn fór ekki eftir fyrirmælum fyrir bandalagsþjóðir vegna aðflugsæfinga, á Akureyri í gær. Töluverður hávaði var við æfingarnar. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu Íslands var hávaðinn meiri en oftast er þar sem aðflugsæfingar fara fram. 

Bandaríski herinn fór ekki eftir fyrirmælum fyrir bandalagsþjóðir vegna aðflugsæfinga, á Akureyri í gær. Töluverður hávaði var við æfingarnar. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu Íslands var hávaðinn meiri en oftast er þar sem aðflugsæfingar fara fram. 

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá var ekki farið eftir þeim fyrirmælum fyrir bandalagsþjóðirnar sem að sinna loftrýmisgæslu varðandi aðflugsæfingar í þessu tiltekna flugi þannig að athugasemdum þar að lútandi hefur verið komið á framfæri við Bandaríkjamenn og það verður farið yfir málið með þeim í dag,“ sagði Ásgeir í samtali við mbl.is.

Aðflugsæfingar við upphaf loftrýmisgæslu 

Vaninn er að aðflugsæfingar séu haldnar við upphaf hverrar loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafbandalagsins. Aðflugsæfingar eru haldnar á varaflugvöllum á Akureyri og á Egilsstöðum. 

Bandaríski herinn sinnir loftrýmisgæslu við Ísland þessa daganna. Þetta er þriðja loftrýmisgæslan á vegum NATO sem fram fer á Íslandi í ár í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland.

Rúmlega 250 liðsmenn hersins eru nú staddir á Íslandi og fjórtán F15 orrustuþotur. Norðmenn sinntu loftrýmigæslu á Íslandi í febrúar og mars og Ítalir sinntu gæslu í sumar. Undanfarin ár hefur loftrýmisgæslu verið sinnt hér á landi að jafnaði þrisvar á ári.

mbl.is