Aðeins 13% tilkynninga frá skólum

Samfélagsmál | 6. desember 2020

Aðeins 13% tilkynninga frá skólum

Mörg börn á Íslandi búa á of­beld­is­heim­ili; lög­regl­an hef­ur komið á vett­vang of­beld­is­ins, þau hafa þurft að flýja heim­ili sitt og flytja tíma­bundið í neyðar­at­hvarf, til­kynn­ing hef­ur verið send til barna­vernd­ar og skól­inn veit af ástand­inu líkt og fram kemur í skýrslu Kvennaathvarfsins þar sem fjallað er um börn sem hafa gist í Kvennaathvarfinu. Samt sem áður eru aðeins 13% tilkynninga sem barnaverndaryfirvöldum berast um ofbeldi á heimilum barna frá skólum að því er fram kemur í meistaraverkefni Kristínar Ómarsdóttur lýðheilsufræðings.

Aðeins 13% tilkynninga frá skólum

Samfélagsmál | 6. desember 2020

„Ég vildi óska að ein­hver hefði hringt í lög­regl­una eða …
„Ég vildi óska að ein­hver hefði hringt í lög­regl­una eða barna­vernd, en það gerðist aldrei.“ AFP

Mörg börn á Íslandi búa á of­beld­is­heim­ili; lög­regl­an hef­ur komið á vett­vang of­beld­is­ins, þau hafa þurft að flýja heim­ili sitt og flytja tíma­bundið í neyðar­at­hvarf, til­kynn­ing hef­ur verið send til barna­vernd­ar og skól­inn veit af ástand­inu líkt og fram kemur í skýrslu Kvennaathvarfsins þar sem fjallað er um börn sem hafa gist í Kvennaathvarfinu. Samt sem áður eru aðeins 13% tilkynninga sem barnaverndaryfirvöldum berast um ofbeldi á heimilum barna frá skólum að því er fram kemur í meistaraverkefni Kristínar Ómarsdóttur lýðheilsufræðings.

Mörg börn á Íslandi búa á of­beld­is­heim­ili; lög­regl­an hef­ur komið á vett­vang of­beld­is­ins, þau hafa þurft að flýja heim­ili sitt og flytja tíma­bundið í neyðar­at­hvarf, til­kynn­ing hef­ur verið send til barna­vernd­ar og skól­inn veit af ástand­inu líkt og fram kemur í skýrslu Kvennaathvarfsins þar sem fjallað er um börn sem hafa gist í Kvennaathvarfinu. Samt sem áður eru aðeins 13% tilkynninga sem barnaverndaryfirvöldum berast um ofbeldi á heimilum barna frá skólum að því er fram kemur í meistaraverkefni Kristínar Ómarsdóttur lýðheilsufræðings.

Kristín rannsakaði ofbeldi gagnvart börnum og hvernig það snýr að skólum í meistaraverkefni sínu við háskólann í Lundi vorið 2019. Hún tók eigindleg viðtöl við 10 kennara við íslenska grunnskóla, jafnt á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Eitt af því sem kom fram í viðtölunum var gríðarlegt álag á kennara og að það sé ekki þeirra hlutverk að tilkynna til barnaverndar telji þeir að börn búi til að mynda við ofbeldi. Heldur er það hlutverk skólastjórnenda og nemendaverndarráða.

Líkt og kveðið er á um grunnskólalögunum getur skólastjóri grunnskóla stofnað nemendaverndarráð en hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu, vera skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur.

Kristín Ómarsdóttir lýðheilsufræðingur.
Kristín Ómarsdóttir lýðheilsufræðingur.

Kristín segir að kennarar telji að þeir þurfi betri verkfæri í starfi sínu til að sinna börnum frá ofbeldisheimilum en þeir hafi í dag. Hún bindur vonir við að þetta breytist með tilkomu breytinga á lögum sem varða börn. Þar er kveðið á um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Hún segir að kennarastarfið hafi breyst mjög mikið í gegnum tíðina. 

Mikið álag á kennurum

„Það er mikið álag á kennurum, álag sem tengist ekki kennslunni beint,“ segir Kristín og nefnir sem dæmi samskipti við foreldra á Mentor, þar sem metinn er árangur barna þeirra í námi, sinna einstaklingsbundnum þörfum nemenda og fylgja markmiðum sem námskrá setur. 

„Þeir hafa einfaldlega ekki tíma til að setjast niður með nemendum og spjalla og þetta finnst kennurum mjög erfitt. Að geta ekki verið til staðar fyrir nemendur sína þegar þörf er á. Eins benda kennarar á að náms- og starfsráðgjafar nái ekki að sinna þessu heldur þar sem þeir koma inn í kennslu við forföll kennara. Þeir hafa því ekki heldur tækifæri til að taka á móti nemendum. Börnum sem vilja létta á sér eða einfaldlega vilja fá pásu frá áreitinu inni í kennslustofunni og það áreiti er mikið,“ segir Kristín. 

Að einhver væri til staðar

„Eitt af því sem flestir kennarar óskuðu sér í viðtölunum var að það væri alltaf einhver til staðar fyrir nemendur. Að börn gætu gengið að opnum dyrum vísum innan skólans. Að þeir gætu kíkt við og fengið áheyrn,“ segir Kristín í viðtali við mbl.is.

Hún segir að í ljós hafi komið að fæstir kennaranna höfðu fengið ráðleggingar í sínu námi eða starfi um hvernig eigi að bregðast við þegar börn sýna merki um vanlíðan. Hvort sem það er vegna eineltis eða erfiðra aðstæðna heima fyrir. 

„Ég vildi óska að ein­hver hefði spurt mig hvernig mér liði, hvort allt væri í lagi eða at­hugaði með mig, en það gerðist aldrei. Ég vildi óska að ein­hver hefði hringt í lög­regl­una eða barna­vernd, en það gerðist aldrei.“

Þetta er lýs­ing stúlku á of­beldi sem hún varð fyr­ir á heim­ili sínu og fjallað er um í skýrslu UNICEF um of­beldi gagn­vart börn­um á Íslandi. Hún er ein þeirra rúm­lega 13 þúsund barna á Íslandi sem hafa orðið fyr­ir lík­am­legu og eða kyn­ferðis­legu of­beldi áður en barnæsk­unni lýk­ur, fyr­ir 18 ára ald­ur. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í um­fjöll­un mbl.is um skýrslu UNICEF um of­beldi gagn­vart börn­um á Íslandi sem birt var í maí 2019. Tæp­lega eitt af hverj­um fimm börn­um hef­ur orðið fyr­ir of­beldi fyr­ir 18 ára ald­ur en alls eru rúmlega 80 þúsund börn bú­sett á Íslandi og miðað við þann fjölda eru það ríflega 13 þúsund börn.

Áhrif ofbeldis á börn

Kristín segir að henni hafi fundist merkilegt að allir kennararnir sem tóku þátt í rannsókn hennar hafi byrjað á að segja að þeir hefðu aldrei verið með nemendur sem hefðu upplifað heimilisofbeldi. „En þegar ég byrjaði að spyrja hvað þeir teldu að heimilisofbeldi væri og hvort viðkomandi vissi að börn sem verða vitni að heimilisofbeldi þrói með sér sömu heilsufarsleg vandamál og þau sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi kom það algjörlega flatt upp á þau. Þegar ég spurði meira út þetta kom í ljós að allir kennararnir höfðu upplifað að vera með nemanda sem sennilega hafði orðið fyrir ofbeldi,“ segir Kristín.

Ef skóli sendir tilkynningu til barnaverndar er barnavernd hins vegar …
Ef skóli sendir tilkynningu til barnaverndar er barnavernd hins vegar ekki heimilt að veita upplýsingar til skólans um hvernig tilkynningu reiðir af. AFP

Að hennar sögn höfðu kennararnir sagt skólastjóranum frá grunsemdum sínum en ekkert hafi verið gert í því. Málin voru aldrei tilkynnt.

„Tilkynningaskyldan til barnaverndar er hjá skólastjórnendum. Þetta er gert til að vernda kennara sem eru í miklum samskiptum við foreldra. Gert til að vernda það samband en þá koma þeir gallar fram við að skólastjórnendur og nemendaverndarráð taka ákvörðun um hvort málið er tilkynnt eða ekki. Þeir þekkja ekki nemendurna jafn vel og kennarar og því er hætta á að lítið sé gert úr málum sem kennarar vilja að séu tilkynnt,“ segir Kristín. 

Í skýrslu sem unnin var um stöðu barna sem hafa dvalið í Kvennaathvarfinu var skoðað hvaða verklag var varðandi heimilisofbeldismál í skólakerfinu (hjá leik- og grunnskólum). Haft var samband við skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar til að spyrjast fyrir um hvort ákveðið verklag væri til staðar innan skólanna ef upp kemur grunur eða staðfest sé að barn búi á ofbeldisheimili.

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs taldi ekki svo vera en benti á mikilvægi þess að forsenda til að bregðast við slíkri stöðu væri að skólinn hefði vitneskju um ofbeldið.

Í símtölum við starfsfólk innan skólakerfisins kom fram að svo virðist sem ýmsar útfærslur og nálganir séu nýttar ef upp kemur grunur eða staðfest sé að barn búi á heimili þar sem er ofbeldi í gangi. Í einhverjum tilfellum tekur nemendaverndarráð málið fyrir, þar sitja hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, skólastjóri og sérkennslustjóri, fundir eru tvisvar í mánuði. Í einhverjum tilfellum kemur sálfræðingur frá þjónustumiðstöð inn í málið.

Í öðrum tilfellum er barnavernd í samstarfi við nemendaverndarráð og upplýsir ráðið um hvaða börn eru með mál í gangi hjá barnavernd, slíkir fundir barnaverndar og nemendaverndarráðs eru haldnir einu sinni á ári.

Ef skóli sendir tilkynningu til barnaverndar er barnavernd hins vegar ekki heimilt að veita skólanum upplýsingar um hvernig tilkynningu reiðir af, hvort mál sé til skoðunar og verið sé að aðstoða barnið og fjölskyldu þess eða hvort málið hafi verið látið niður falla að könnun lokinni. Bréf var sent til 30 skóla og spurst fyrir en lítið var um svör. 

„Því miður var lítið um heimtur frá skólunum 30 og tæpum tveimur vikum frá því fyrri póstur var sendur hafði einn leikskóli svarað fyrirspurninni. Því var sendur ítrekunarpóstur og í leiðinni var boðið upp á fræðslu af hálfu Kvennaathvarfsins þar sem markmiðið var að leiðbeina starfsfólki skólans við að bera kennsl á einkenni þess að börn búi hugsanlega við heimilisofbeldi en sömuleiðis hvaða þætti er mikilvægt að hafa á hreinu þegar bregðast skal við slíku. Einn skóli þáði boð um fræðslu,“ segir í skýrslunni.

Vilja betri faglega aðstoð

AFP

Rannsókn Kristínar sýndi einnig fram á að kennarar vilja fá betri faglega aðstoð innan veggja skólans svo sem frá sálfræðingi, félagsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðingi til að hlúa að félagslegri hlið nemenda. Eins að fá leiðbeiningar við að lesa í hegðun barna sem verða fyrir og/eða verða vitni að heimilisofbeldi svo börn fái viðeigandi aðstoð strax. 

„Upplýsingaflæðið milli barnaverndar og kennara var lélegt og samstarfið stendur höllum fæti, sérstaklega í stærri sveitarfélögum. Hugsanlega þarf að skoða persónuverndarlögin betur svo samstarfið við barnavernd og kennara sé með hagsmuni barnsins í fyrirrúmi en núverandi lög hindra upplýsingaflæði þarna á milli sem hefur skapað vantraust,“ segir Kristín. 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti fyrirhugaðar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur á mánudag. Stefnan sem er lögð til í frumvarpinu er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman og loka gráu svæðum. Þannig er markmiðið að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allrar þjónustu sem fer fram innan skólakerfisins, í leik-, grunn- og framhaldsskólum, á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum. Það tekur einnig til þjónustu sem er veitt innan heilbrigðiskerfisins, í heilsugæslu, á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum og félagsþjónustu sem er veitt innan sveitarfélaga, barnaverndarþjónustu og þjónustu við börn með fatlanir, svo dæmi séu til tekin.

Stofnaðar verða tvær nýj­ar stofn­an­ir að sögn Ásmundar. Barna- og fjöl­skyldu­stofa og Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðar­mála. Barna­vernd­ar­stofa verður hins veg­ar lögð niður í núvar­andi mynd. Stefnt er að því að tengl­ar verði í skól­um og heilsu­gæsl­um auk þess sem lög­regla komi að mál­um svo dæmi séu nefnd. Þá verði sér­stak­ur mál­stjóri með mál hvers barns á sinni könnu og fylgi því eft­ir til lengri tíma í stað þess að for­eldr­ar geri það ein­göngu. Hans er m.a. að setja sam­an teymi fyr­ir hvert barn.  

Setur spurningarmerki varðandi tengiliðina

Kristín fagnar þessu en setur samt spurningarmerki varðandi tengiliðina og segist vonast til þess að ekki sé ætlast til þess að kennarar eða aðrir starfsmenn skólanna taki það hlutverk að sér. Fólk sem er að drukkna í verkefnum. 

Kristín segir álag á kennara og annað starfsfólk skóla allt …
Kristín segir álag á kennara og annað starfsfólk skóla allt of mikið. mbl.is/Hari

„Mín rannsókn sýnir fram á að það þarf fleira fagfólk inn í skólana og ég vona innilega að þessir tengiliðir verði nýtt fagfólk sem komi sem viðbót inn í kerfið. Eitt stöðugildi í skóla til viðbótar getur skipt miklu því það er gríðarlegur kostnaður sem fylgir því ef barn lendir til að mynda í einelti eða öðrum félagslegum vandamálum. Eitthvað sem hefur áhrif á allt þess líf. Sum þeirra verða öryrkjar og eru þar af leiðandi kannski ekki á vinnumarkaði,“ segir Kristín. 

Þegar hún var í meistaranáminu í Lundi var hún beðin um að benda á úrræði í íslensku skólakerfi fyrir þessi börn og kostnað sem fylgir því ef ekki er brugðist við vanda barna. „Ég leitaði en fann ekkert. Það var ekkert til sem sýndi svart á hvítu hvað var að skila árangri og hvað ekki. Þá kviknar alltaf spurningin um hvort verið sé að dæla peningum í einhver meðferðarform sem ekki skila árangri en þar sem það er ekki mælt þá liggja aldrei tölur fyrir um það og peningum áfram dælt út án þess að vitað sé hver árangurinn er,“ segir Kristín Ómarsdóttir. 

mbl.is