Fimm smit en eitt utan sóttkvíar

Kórónuveiran Covid-19 | 7. maí 2021

Fimm smit en eitt utan sóttkvíar

Alls eru 130 í einangrun vegna Covid og hefur þeim fækkað um 9 á milli daga. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar. 

Fimm smit en eitt utan sóttkvíar

Kórónuveiran Covid-19 | 7. maí 2021

Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls eru 130 í einangrun vegna Covid og hefur þeim fækkað um 9 á milli daga. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar. 

Alls eru 130 í einangrun vegna Covid og hefur þeim fækkað um 9 á milli daga. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar. 

Eitt virkt smit greindist við fyrri skimun á landamærunum en auk þess bíða tveir eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 

Alls voru 1.043 skimaðir innanlands í gær og 908 á landamærunum.

Tvö börn á fyrsta ári eru með smit, 18 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 8 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fjög­ur í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 16 smit, 28 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 31 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 15 smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, 7 meðal fólks á sjö­tugs­aldri og einn á átt­ræðis­aldri er með Covid-19.   




mbl.is