Smitlaus sunnudagur innanlands

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júní 2021

Smitlaus sunnudagur innanlands

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, sunnudag, en eitt smit greindist á laugardag. Viðkomandi var í sóttkví. Á föstudag voru smitin þrjú talsins og allir í sóttkví en sjö smit voru utan sóttkvíar á fimmtudag. 

Smitlaus sunnudagur innanlands

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júní 2021

Morgunblaðið/Íris

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, sunnudag, en eitt smit greindist á laugardag. Viðkomandi var í sóttkví. Á föstudag voru smitin þrjú talsins og allir í sóttkví en sjö smit voru utan sóttkvíar á fimmtudag. 

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, sunnudag, en eitt smit greindist á laugardag. Viðkomandi var í sóttkví. Á föstudag voru smitin þrjú talsins og allir í sóttkví en sjö smit voru utan sóttkvíar á fimmtudag. 

Nú eru 50 í einangrun og 251 í sóttkví. Af þeim eru 40 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 176 í sóttkví. 1.879 eru í skimunarsóttkví.

Á landamærunum voru tekin 2.556 sýni í gær og 1.006 innanlands. Á landamærunum greindust tveir með Covid-19 í seinni skimun og sjö voru með mótefni. Á laugardag greindist einn við fyrri skimun en tveir voru með mótefni. Á föstudag greindust tveir við seinni skimun en sjö voru með mótefni.

Nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú 11,7 og 3,8 á landamærunum. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid. 

Eitt barn yngra en eins árs er með Covid á Íslandi og tvö börn á aldr­in­um 1-5 ára. Þrjú börn á aldr­in­um 6-12 ára eru í ein­angr­un. Fjögur smit eru í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. Níu smit eru meðal fólks á aldr­in­um 18-29 ára. Tuttugu smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára og átta meðal 40-49 ára. Eitt smit er meðal fólks á aldr­in­um 50-59 ára. Tvö smit eru hjá 60-69 ára og eitt meðal fólks á átt­ræðis­aldri en stór hluti þeirra sem eru á aldr­in­um 70-79 ára eru bólu­sett­ir. 

mbl.is