Lýsir yfir ánægju sinni með stöðu á bólusetninga á Íslandi

Kórónuveiran COVID-19 | 18. júní 2021

Lýsir yfir ánægju sinni með stöðu bólusetninga á Íslandi

Bólusetningar ganga hratt og vel hér á landi og er Ísland nú í þriðja sæti í heiminum þegar miðað er við fjölda bóluefnaskammta sem gefnir hafa verið, segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í nýlegri Facebook-færslu sinni.

Lýsir yfir ánægju sinni með stöðu bólusetninga á Íslandi

Kórónuveiran COVID-19 | 18. júní 2021

Ísland trónir nú í þriðja sæti þegar kemur að bóluefnaskömmtum …
Ísland trónir nú í þriðja sæti þegar kemur að bóluefnaskömmtum sem gefnir hafa verið gegn Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bólusetningar ganga hratt og vel hér á landi og er Ísland nú í þriðja sæti í heiminum þegar miðað er við fjölda bóluefnaskammta sem gefnir hafa verið, segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í nýlegri Facebook-færslu sinni.

Bólusetningar ganga hratt og vel hér á landi og er Ísland nú í þriðja sæti í heiminum þegar miðað er við fjölda bóluefnaskammta sem gefnir hafa verið, segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í nýlegri Facebook-færslu sinni.

Færsluna byggir heilbrigðisráðherra á upplýsingum frá tölfræðigagnabankanum Our World in Data. Samkvæmt þeim upplýsingum höfðu 238.814 Íslendingar fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, miðað við mælingar gærdagsins. Þar af hafa 153.725 þeirra verið fullbólusettir.

Þann 25. júní ættu allir landsmenn að vera búnir að fá boð í bólusetningu, að sögn Svandísar. Þennan góða árangur Íslands segir hún mega skýra á ýmsan hátt og nefnir hún í færslunni tvær ástæður sem hún telur skipta mestu máli.

„Í fyrsta lagi er ljóst að landsmenn hafa sýnt mikinn vilja til þess að mæta í bólusetningu. Það er ekki sjálfsagt að svo sé og í sumum löndum í kringum okkur er staðan því miður ekki jafn góð hvað þetta varðar og hér. Í öðru lagi langar mig að nefna skipulagið við framkvæmd bólusetninga, sem er ótrúlega gott og framkvæmdaaðilar sem koma að því eiga stórt hrós skilið. Okkur hefur því sem betur fer tekist að nýta bóluefni sem við höfum fengið mjög vel. Það birtir því svo sannarlega til með bólusetningum,“ segir hún í færslunni.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og áður hefur komið fram hafa íslensk stjórnvöld gert samning upp á 1.184.000 skammta af bóluefni og af þeim eru minnst 828.822 skammtar eftir. Að sögn heilbrigðisráðherra hyggjast íslensk stjórnvöld gefa þá bóluefnaskammta sem Íslendingar þurfa ekki að nota.

„Það er auðvitað sérstaklega mikilvægt að lönd heimsins leggist á eitt til að tryggja aðgengi allra jarðarbúa að bóluefni gegn Covid-19 og það erum við að gera og munum sannarlega gera áfram líka, bæði í gegnum COVAX-verkefnið og með því að gefa umframskammta sem við nýtum ekki hér,“ segir heilbrigðisráðherra í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.mbl.is