Bræðslan fer fram en Þjóðhátíð bíður

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júlí 2021

Bræðslan fer fram en Þjóðhátíð þarf að bíða

Nýtilkynntar sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda taka gildi á miðnætti annað kvöld sem þýðir að Bræðslan á Borgarfirði eystra mun fara fram að óbreyttu þar sem hún fer að mestu fram á föstudeginum og fyrir miðnætti á laugardegi. Hins vegar sleppur Þjóðhátíð ekki undan takmörkunum og forsvarsmenn hennar meta nú hvort hægt sé að fresta hátíðinni.

Bræðslan fer fram en Þjóðhátíð þarf að bíða

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júlí 2021

Af Þjóðhátíð í eyjum 2019.
Af Þjóðhátíð í eyjum 2019. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Nýtilkynntar sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda taka gildi á miðnætti annað kvöld sem þýðir að Bræðslan á Borgarfirði eystra mun fara fram að óbreyttu þar sem hún fer að mestu fram á föstudeginum og fyrir miðnætti á laugardegi. Hins vegar sleppur Þjóðhátíð ekki undan takmörkunum og forsvarsmenn hennar meta nú hvort hægt sé að fresta hátíðinni.

Nýtilkynntar sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda taka gildi á miðnætti annað kvöld sem þýðir að Bræðslan á Borgarfirði eystra mun fara fram að óbreyttu þar sem hún fer að mestu fram á föstudeginum og fyrir miðnætti á laugardegi. Hins vegar sleppur Þjóðhátíð ekki undan takmörkunum og forsvarsmenn hennar meta nú hvort hægt sé að fresta hátíðinni.

Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það hafa komið til tals að fresta hátíðinni fram yfir þessa lotu takmarkanna: „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst gríðarleg vonbrigði. Það að ríkisstjórnin bregðist síendurtekið við með boðum og bönnum,“ segir Hörður í samtali við mbl.is.

Gífurlegt tekjutap fyrir ÍBV og allan bæinn

Hann segir stefna í gífurlegt tekjutap fyrir ÍBV og bæjarfélagið gjörvallt ef hátíðinni yrði frestað annað árið í röð: „Hátíðin féll náttúrulega niður af sömu ástæðum í fyrra, fari svo að engin hátíð verði vona ég innilega að ríkisstjórnin hafi hugsað sér að bæta þetta tjón upp að einhverju leyti.“

Halda sínu striki

Bræðslustjórinn, Áskell Heiðar Ásgeirs­son, var hvergi banginn þegar fréttamaður mbl.is náði tali af honum stuttu eftir fund ríkisstjórnarinnar en Bræðslan fer fram í kvöld og á morgun. Hún mun því standa fram til mínútunnar sem nýjar samkomutakmarkanir taka gildi annað kvöld.

Aðspurður segir Áskell hátíðina Bræðsluna vissulega rétt sleppa fyrir horn: „Já við höldum okkar striki, auðvitað er það gleðiefni að þetta sé hægt. En við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að þetta er ákveðin ábyrgð og við ætlum að halda áfram að vanda okkur.“

Lofar fullum brúsum af spritti

Hann segir stöðuna leiðinlega en lofar fullum sprittbrúsum á hverju horni og að sóttvarnir verði í hávegum hafðar á hátíðarsvæðinu. Þegar hefur einu atriði verið flýtt um sólarhring sem átti að fara á svið eftir miðnætti annað kvöld.

Áskell segir löngu uppselt og segir stemninguna góða en vill jafnframt minna gesti á að skemmta sér varlega.

mbl.is