Síðasta tækifærið til að finna uppruna Covid?

Kórónuveiran Covid-19 | 14. október 2021

Síðasta tækifærið til að finna uppruna Covid?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að tilkoma nýs verkefnahóps gæti verið síðasta tækifærið til að komast að uppruna Covid-19-veirunnar.

Síðasta tækifærið til að finna uppruna Covid?

Kórónuveiran Covid-19 | 14. október 2021

Sýnataka vegna Covid-19 í Kína.
Sýnataka vegna Covid-19 í Kína. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að tilkoma nýs verkefnahóps gæti verið síðasta tækifærið til að komast að uppruna Covid-19-veirunnar.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að tilkoma nýs verkefnahóps gæti verið síðasta tækifærið til að komast að uppruna Covid-19-veirunnar.

Alls hafa 26 sérfræðingar verið tilnefndir af WHO til að taka þátt í nýrri rannsókn, að því er BBC greinir frá.

Frá því að veiran greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan hefur uppruni hennar verið óljós.

Verkefnahópurinn mun rannsaka hvort veiran hafi farið frá dýrum yfir til manna á mörkuðum í Wuhan eða lekið út úr rannsóknarstofu fyrir slysni.

Kínverjar hafa vísað síðarnefndu skýringunni harðlega á bug.

Í febrúar flaug rannsóknarhópur WHO til Kína til að reyna að komast að uppruna veirunnar. Komst hann að þeirri niðurstöðu að hún hafi líklega átt uppruna sinn í leðurblökum en að meiri vinna væri fyrir höndum til að fá það staðfest.

Síðar sagði dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, að skortur á gögnum og gegnsæi af hálfu Kínverja hafi haldið aftur af rannsókninni.

Í nýja verkefnahópnum sem WHO hefur tilnefnt eru sex sérfræðingar sem heimsóttu Kína í ferðinni sem var farin í febrúar. 

Michael Ryan, yfirmaður hjá WHO, sagði að starf hópsins gæti verið „síðasti möguleikinn til að skilja uppruna þessarar veiru.”

mbl.is