Gerir ráð fyrir að vextir haldi áfram að hækka

Vextir á Íslandi | 17. nóvember 2021

Gerir ráð fyrir að vextir haldi áfram að hækka

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að 0,5%  stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands, sem kynnt var í morgun, hafi ekki komið á óvart.

Gerir ráð fyrir að vextir haldi áfram að hækka

Vextir á Íslandi | 17. nóvember 2021

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl/Arnþór Birkisson

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að 0,5%  stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands, sem kynnt var í morgun, hafi ekki komið á óvart.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að 0,5%  stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands, sem kynnt var í morgun, hafi ekki komið á óvart.

Í samtali við mbl.is segist hann raunar búast við að vextir verði hækkaðir áfram á næstu misserum, miðað við orð seðlabankastjóra og peningastefnunefndar í morgun.

Aðilar vinnumarkaðarins verði að leggja við hlustir

„Þegar maður sér þær tölur sem liggja til grundvallar þessari ákvarðarnatöku þá á þetta ekki að koma á óvart. Sér í lagi þegar við skoðum verðbólguhorfur, sem hafa versnað. Og það er tiltekið að sú hækkun stafi annars vegar af erlendum þáttum, sem seðlabankinn náttúrulega ræður ekki við, en einnig vegna innlendra þátta. Og stærstu liðirnir þar eru hækkandi húsnæðisverð og hækkun launakostnaðar,“ segir Halldór og bætir við:

„Það er okkar mat að líklega munu vextir hækka áfram og seðlabankinn, eins og fram kom á kynningarfundinum í morgun, tiltekur að líkur séu á að verðbólguhorfur séu frekar vanmetnar en ofmetnar.“

Halldór segir enn fremur að seðlabankinn varpi hluta ábyrgðarinnar á aðila vinnumarkaðarins

„Það blasir við að aðilar vinnumarkaðarins verði að taka þessi varnaðarorð seðlabankastjóra í dag alvarlega, sér í lagi inn í næstu kjaralotu sem framundan er.“

mbl.is