Stöðva bókanir til Japan

Kórónuveiran Covid-19 | 1. desember 2021

Stöðva bókanir til Japan

Japönsk yfirvöld hafa óskað eftir því við flugfélög í landinu að ekki verði tekið á móti nýjum bókunum  til landsins, vegna ótta við Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 

Stöðva bókanir til Japan

Kórónuveiran Covid-19 | 1. desember 2021

Fjölmörgum flugum hefur verið aflýst til Japan.
Fjölmörgum flugum hefur verið aflýst til Japan. AFP

Japönsk yfirvöld hafa óskað eftir því við flugfélög í landinu að ekki verði tekið á móti nýjum bókunum  til landsins, vegna ótta við Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 

Japönsk yfirvöld hafa óskað eftir því við flugfélög í landinu að ekki verði tekið á móti nýjum bókunum  til landsins, vegna ótta við Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 

Tilkynning þess efnis kom út í dag þar sem sömuleiðis kemur fram að annað tilfelli af Ómíkron-afbrigðinu greindist í dag hjá ferðamanni, degi eftir að fyrsta tilfellið greindist. 

„Við höfum óskað eftir því að flugfélög stöðvi bókanir á komuflugum í einn mánuð frá og með 1. desember,“ er haft eftir starfsmanni japanska samgönguráðuneytisins hjá fréttastofu AFP ásamt því að bannið ætti ekki að hafa áhrif á bókanir sem þegar eru til staðar. 

Þegar hafa sóttvarnaaðgerðir á landamærum Japan verið hertar og koma frá tíu Afríkulöndum verið bönnuð. 

mbl.is