„Sjaldan þarf að hvetja þjóðina til umræðu“

Kórónuveiran Covid-19 | 7. desember 2021

„Sjaldan þarf að hvetja þjóðina til umræðu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við mbl.is að það sé heilbrigðismerki að umræða hefjist um takmarkanir eftir bólusetningarstöðu fólks en ljóst sé að árangur okkar í baráttunni grundvallist í samstöðu þjóðarinnar. Jón Gunnarsson hefur þá hennar traust til þess að fylgja stjórnarsáttmálanum.

„Sjaldan þarf að hvetja þjóðina til umræðu“

Kórónuveiran Covid-19 | 7. desember 2021

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfundinn í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við mbl.is að það sé heilbrigðismerki að umræða hefjist um takmarkanir eftir bólusetningarstöðu fólks en ljóst sé að árangur okkar í baráttunni grundvallist í samstöðu þjóðarinnar. Jón Gunnarsson hefur þá hennar traust til þess að fylgja stjórnarsáttmálanum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við mbl.is að það sé heilbrigðismerki að umræða hefjist um takmarkanir eftir bólusetningarstöðu fólks en ljóst sé að árangur okkar í baráttunni grundvallist í samstöðu þjóðarinnar. Jón Gunnarsson hefur þá hennar traust til þess að fylgja stjórnarsáttmálanum.

Hún segir einhug hafa verið um aðgerðirnar við ríkisstjórnarborðið, þrátt fyrir skiptar skoðanir fólks líkt og gjarnan hefur verið.

„Við sjáum enn töluverðan fjölda fólks sem smitast á hverjum degi og því ljóst að við þurfum áfram að stíga varlega til jarðar. En það eru líka bjartsýnisfréttir í þessu. Við sjáum mjög góða þátttöku í örvunarbólusetningum og við getum því vonast til þess að hún fari að skila árangri.“

Heilbrigt að umræðan sé tekin

Katrín segir ljóst að umræðan um mismunandi takmarkanir eftir bólusetningarstöðu fólks sé komin af stað í samfélaginu. Hún segir mikilvægt að umræðan sé tekin á breiðum grundvelli og segir ekki nóg að þingið eitt ræði um málið.

„Það er náttúrulega jákvætt við íslenskt samfélag að það þarf sjaldnast að hvetja þjóðina til umræðu. Hún sér almennt um það sjálf. En þingið þarf vissulega að ræða þetta og það er afar mikilvægt að aðrir geri það líka. Nefni í því samhengi til dæmis starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins, siðfræðinga og fræðasamfélagið. Ég held að það sé bara ákveðið heilbrigðismerki að við séum að taka þessa umræðu.“

Hún tekur þá undir með heilbrigðisráðherra og reyndar öðrum þingmönnum sem hafa tjáð sig um þessi  mál við mbl.is, að ógnin sé sú að slíkar aðgerðir gætu skipt þjóðinni í tvö lið og „grafið gjá þar á milli.“

Sá árangur sem náðst hefur hér á landi, hvort sem við kemur bólusetningum eða sóttvörnum, hafi náðst vegna þess hve vel hefur tekist að efla samstöðu þjóðarinnar. Hér búi ein þjóð í einu landi.

Sóttvarnalæknir hafi þó bent á að þegar faglegar forsendur liggja fyrir þá sé hægt að hugsa sér það að slaka á kröfum á þá einstaklinga sem eru þríbólusettir í ljósi þeirrar varnar sem það veitir fólki gegn veirunni.

„Við gætum þá til dæmis sleppt því að krefjast hraðprófs fyrir viðburði fyrir þríbólusetta en gert kröfu um slíkt á aðra. Þá getur fólk bara valið.“

En erum við þá að verðlauna fyrir bólusetningu eða mismuna á grundvelli bólusetningarstöðu fólks?

„Ég held við séum ekki að verðlauna einn né neinn. Stóra málið er að við mismunum ekki fólki. Við tryggjum bara upplýsingar til fólks og það getur tekið ákvörðun eftir sinni bestu vitund.“

Treystir Jóni Gunnarssyni

Spurð út í undirskriftasöfnun þess efnis að hún „reki Jón Gunnarsson innanríkisráðherra“ segir hún: „Ég nennti nú ekki einu sinni að útskýra það hér áðan að hver flokkur velur auðvitað sína ráðherra. En stjórnarsáttmálinn er mjög skýr hvað varðar þessi mál sem fólk er að mótmæla vegna, það er kynbundið ofbeldi. Og ég treysti bara Jóni Gunnarssyni vel til þess að fylgja þeim málum eftir og fylgja því sem stendur í sáttmálanum.“

Ötullega hafi verið unnið að þessum málum í ríkisstjórnarsamstarfinu og að fullur vilji sé hjá öllum flokkum til þess að gera svo áfram.,

mbl.is