„Hræðilegt ástand“ í Norður-Kóreu vegna Covid

Kórónuveiran Covid-19 | 14. maí 2022

„Hræðilegt ástand“ í Norður-Kóreu vegna Covid

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir hræðilegt ástand ríkja í landinu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Hefur hann boðað útgöngubann og samkomutakmarkanir til að stemma stigu við ástandinu.

„Hræðilegt ástand“ í Norður-Kóreu vegna Covid

Kórónuveiran Covid-19 | 14. maí 2022

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu segir hræðilegt ástand ríkja í landinu …
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu segir hræðilegt ástand ríkja í landinu vegna Covid-19. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir hræðilegt ástand ríkja í landinu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Hefur hann boðað útgöngubann og samkomutakmarkanir til að stemma stigu við ástandinu.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir hræðilegt ástand ríkja í landinu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Hefur hann boðað útgöngubann og samkomutakmarkanir til að stemma stigu við ástandinu.

Heimsfaraldurinn, sem er á miklu undanhaldi víða í heiminum, hefur loks náð í skottið á Norður-Kóreumönnum. Yfirvöld í landinu staðfestu fyrstu tilfellin á fimmtudag en á laugardag höfðu fjölmiðlar í landinu þegar greint frá 500 þúsund tilfellum af óútskýrðum hita-einkennum meðal íbúa. 27 hafa látið lífið frá því í apríl og voru þau með hita. 

Óttast er að stór faraldur muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana, sem telja 25 milljónir, en veikt heilbrigðiskerfi og skortur á bólusetningu setur þjóðina í viðkvæma stöðu gagnvart sjúkdómnum. Þá stendur kerfið einnig höllum fæti hvað sýnatöku varðar svo ekki hefur gengið vel að staðfesta tilfelli. BBC greinir frá.

Hafa ekki þegið bóluefni

Tilfellin sem greindust á fimmtudag marka enda á tveggja ára tímabili í Norður-Kóreu sem yfirvöld segja vera laust af Covid.

Yfirvöld hafa hingað til ekki vilja þiggja boð alþjóðasamfélagsins um milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca auk skammta af bóluefni sem framleitt var í Kína. Þess í stað ætluðu þau að hafa hemil á faraldrinum með því að loka landamærum sínum í janúar 2020. 

Landið á landamæri að bæði Kína og Suður-Kóreu sem hafa bæði glímt við faraldra. Kínverjar glíma nú við bylgju af Ómíkron-afbrigðinu.

Útgöngubann

Þegar samkomutakmarkanir voru kynntar á fimmtudag sást leiðtoginn Kim með grímu í sjónvarpinu. Er það talið vera í fyrsta sinn sem það gerist. 

Hann skipaði hæsta stig öryggis til að hamla útbreiðslu veirunnar, sem fól m.a. í sér útgöngubann og samkomutakmarkanir á vinnustöðum.

mbl.is