Vísbending að hagkerfið sé á leið upp úr öldudal

Vextir á Íslandi | 31. maí 2022

Vísbending að hagkerfið sé á leið upp úr öldudal

„Þetta endurspeglar fyrst og fremst það að hagkerfið sé á nokkuð hraðri siglingu upp úr öldudalnum,“ segi Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans í samtali við mbl.is en Hagstofa Íslands áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 8,6% á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Vísbending að hagkerfið sé á leið upp úr öldudal

Vextir á Íslandi | 31. maí 2022

Gústaf Steingrímsson er hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans.
Gústaf Steingrímsson er hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. mbl.is

„Þetta endurspeglar fyrst og fremst það að hagkerfið sé á nokkuð hraðri siglingu upp úr öldudalnum,“ segi Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans í samtali við mbl.is en Hagstofa Íslands áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 8,6% á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra.

„Þetta endurspeglar fyrst og fremst það að hagkerfið sé á nokkuð hraðri siglingu upp úr öldudalnum,“ segi Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans í samtali við mbl.is en Hagstofa Íslands áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 8,6% á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Heildaratvinna sem er mæld í fjölda vinnustunda jókst um 7,5% og starfandi einstaklingum fjölgaði um 8,2% á sama tímabili í fyrra, samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar.

„Neyslan er að vaxa mikið sem bendir til þess að heimilin eru að koma sér út úr Covid-19 faraldrinum. Verulega stór hluti af neysluaukningunni skýrist af auknum ferðalögum Íslendinga erlendis en því til viðbótar eru heimilin einnig að kaupa nýja bíla,“ segir Gústaf.

„Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er í rauninni bara eðlilegt framhald af því sem var að gerast á síðustu fjórðungum síðasta árs. Ferðaþjónustan er að vaxa hratt og er að hafa töluvert mikil áhrif á hagvaxtarþróunina. Við þetta bætast við loðnuáhrif en þau eiga eftir að koma betur í ljós á næstu ársfjórðungum.“

Hagvöxtur minni út árið

Spurður hvort tenging sé á milli aukningu hagvaxtar og verðbólgu segir Gústaf að áhrif hagvaxtar á verðbólgu séu til staðar en þau séu kannski ekki alveg jafn sterk og margir halda.

„Þetta er vísbending um það að það sé töluverð eftirspurn í hagkerfinu. Eftir því sem eftirspurn er meiri hefur það að öðru jöfnu þau áhrif að þrýsta á verðhækkanir en það eru margir aðrir þættir sem spila þar inn í.“

„Þessi mikli vöxtur nú mun ekki endast út árið en við erum að spá því að hagvöxtur á þessu ári verði 5,1%. Ástæðan fyrir kröftugum vexti nú er að hluta til sú að grunnurinn á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var fremur lágur. Á öðrum, þriðja og fjórða fjórðungi í fyrra kom til nokkuð kröftugur hagvöxtur, þannig að grunnurinn á þeim fjórðungum liggur hærra. Vöxturinn verður því eitthvað minni á öðrum, þriðja og fjórða fjórðungi á þessu ári en hann var nú á fyrsta fjórðungi,“ segir Gústaf.

mbl.is