50 myrtir af öryggissveitum í Íran

Mótmæli í Íran | 23. september 2022

50 myrtir af öryggissveitum í Íran

Að minnsta kosti 50 manns hafa verið drepnir af öryggissveit íranskra stjórnvalda í mótmælum sem brutust út í kjölfar morðs lögreglu á Masha Amini.

50 myrtir af öryggissveitum í Íran

Mótmæli í Íran | 23. september 2022

Mótmælin hófust í kjölfar morðsins á Masha Amini.
Mótmælin hófust í kjölfar morðsins á Masha Amini. AFP

Að minnsta kosti 50 manns hafa verið drepnir af öryggissveit íranskra stjórnvalda í mótmælum sem brutust út í kjölfar morðs lögreglu á Masha Amini.

Að minnsta kosti 50 manns hafa verið drepnir af öryggissveit íranskra stjórnvalda í mótmælum sem brutust út í kjölfar morðs lögreglu á Masha Amini.

Amini bar höfuðslæðu sína á rangan hátt að mati siðgæðislögreglunnar í Íran og var í kjölfarið beitt harðræði við handtöku sem varð til þess að hún lét lífið.

Dauðsföllum fjölgar hratt

Mannréttindastofnun Íran, sem hefur höfuðstöðvar í Ósló í Noregi, segir dauðsföllum hafa fjölgað gífurlega eftir að sex voru drepnir af öryggissveitinni í bænum Rezvanshahr í norðurhluta Íran. Þá hafa mótmælendur einnig látið lífið í héruðunum Babol og Amol í norðurhluta landsins. 

Mótmælin sem hófust fyrir viku síðan hafa náð að teygja sig til um 80 borga í Íran. Eftir stjórnarbyltingu í Íran árið 1979 hafa íranskar konur hafa þurft að sæta ströngum reglum, sem gilda meðal annars um höfuðslæður.

mbl.is