„Verið að drepa fólk sem er yngra en ég“

Mótmæli í Íran | 23. september 2022

„Verið að drepa fólk sem er yngra en ég“

„Þetta er það sem maður fórnar fyrir frelsi. Það er verið að drepa fólk sem er yngra en ég. Yngsta manneskjan sem ég veit að var myrt er tíu ára stelpa sem var skotin í höfuðið.“

„Verið að drepa fólk sem er yngra en ég“

Mótmæli í Íran | 23. september 2022

Mótmælendur í Tehran höfuðborg Íran í gær.
Mótmælendur í Tehran höfuðborg Íran í gær. AFP

„Þetta er það sem maður fórnar fyrir frelsi. Það er verið að drepa fólk sem er yngra en ég. Yngsta manneskjan sem ég veit að var myrt er tíu ára stelpa sem var skotin í höfuðið.“

„Þetta er það sem maður fórnar fyrir frelsi. Það er verið að drepa fólk sem er yngra en ég. Yngsta manneskjan sem ég veit að var myrt er tíu ára stelpa sem var skotin í höfuðið.“

Þetta segir íranskur maður sem staddur er á mótmælunum í Íran í samtali við mbl.is. Maðurinn skilur og getur skrifað á íslensku. Hann vill ekki koma fram undir nafni vegna ótta um að hann verði veginn af yfirvöldum.

Mikil mótmæli hafa geisað yfir í fjölmörgum borgum í Íran síðan að 22 ára göm­ul kona, Mahsa Am­ini, lést í haldi lög­reglu þann 16. september eft­ir brot henn­ar á ströng­um regl­um um notk­un höfuðslæðu.

Maðurinn segir í samtali við mbl.is að algjör lögleysa ríki á mótmælunum þar sem hann er staddur í Ahvaz-borg í suðvesturhluta Íran. Lögreglan ráðist gegn öllum þeim sem voga sér að taka þátt í mótmælunum.

„Auðvitað erum við hrædd. En við verðum að mæta á mótmælin til að sjá til þess að líf þeirra sem hafa látist hafi ekki verið til einskis. Við getum ekki leyft landinu okkar og ævafornri menningu að vera lagt í rúst. Flest okkar fremja sjálfsvíg ef við förum ekki á mótmælin. Við erum öll fangar hér.“

Tala látinna mun hærri en gefin er upp

Yfirvöld í landinu hafa séð til þess að internetið hafi reglulega legið niðri síðan mótmælin hófust. Maðurinn segir að ef internetið liggur niðri í Íran sé það vísbending um að kúgun og fjöldamorð standi yfir í landinu.

„Íslamska lýðveldið í Íran er eins og Norður-Kórea. Munurinn er að andlit þess út á við er öðruvísi. Norður-Kórea segist vera það sem það er en íslamska lýðveldið vill segja heiminum að fólkið í Íran vilji þessa ríkisstjórn sem er við völd. Þetta er trúarlegt einveldi.“

„Við höfum verið að mótmæla í áratugi. Fyrir aðeins þremur árum síðan voru tvö þúsund manns drepnir á tíu dögum,“ bætir maðurinn við.

Á hann þar við mótmæli sem hófust í lok nóvember 2019 vegna 50-200% verðhækk­unar á eldsneyti. Mótmælin voru friðsamleg í fyrstu en sagt hefur verið frá því að írönsk stjórnvöld hafi stráfellt mótmælendur. Iran International, írönsk sjónvarpsstöð í Lundúnum, segir að allt að 3000 manns hafi látið lífið, en tölur frá BBC eru mun lægri.

Maðurinn segir í samtali við mbl.is að 41 manns hafi þegar látið lífið frá 16. september.

„Raunverulega dánartíðnin er mun hærri. Við náum ekki góðu sambandi við hvort annað hérna vegna þess að netið liggur niðri. Ríkisstjórnin gefur heldur ekki út neinar tölur um fjölda látinna.“

mbl.is