Fleiri lönd krefjast skimunar farþega frá Kína

Kórónuveiran Covid-19 | 30. desember 2022

Fleiri lönd krefjast skimunar farþega frá Kína

Stjórnvöld Bretlands gera nú kröfu um að farþegar sem koma frá Kína framvísi neikvæðu kórónuveiruprófi.

Fleiri lönd krefjast skimunar farþega frá Kína

Kórónuveiran Covid-19 | 30. desember 2022

Kínverjar þurfa að skila neikvæðu veiruprófi fyrir komu.
Kínverjar þurfa að skila neikvæðu veiruprófi fyrir komu. AFP

Stjórnvöld Bretlands gera nú kröfu um að farþegar sem koma frá Kína framvísi neikvæðu kórónuveiruprófi.

Stjórnvöld Bretlands gera nú kröfu um að farþegar sem koma frá Kína framvísi neikvæðu kórónuveiruprófi.

Það gera Frakkar, Spánverjar og Ítalir sömuleiðis.

Aflétt í Kína

Mestu tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum í Kína í þrjú ár eiga sér stað um þessar mundir og hefur smitum fjölgað verulega í kjölfarið.

Ýmsum takmörkunum innanlands var aflétt þann 14. desember og þann 8. janúar þarf fólk ekki að fara í sóttkví við komu til landsins. 

Bandaríkjamenn telja kínversk stjórnvöld ekki veita nægar upplýsingar um þróun faraldursins, svo sem smita og afbrigða, og því gripið til þess að skima farþega frá Kína við komu. 

mbl.is