Breytingar í vændum á flugvöllum Kanaríeyja

Tenerife | 23. febrúar 2023

Breytingar í vændum á flugvöllum Kanaríeyja

Farþegar á leið til Kanaríeyja, hvort sem það er Tenerife eða Gran Canaria, á næsta ári mega eiga von á því að þurfa ekki að taka fartölvur og vökva upp úr handfarangri sínum á leið heim úr sólinni. Fyrirhugað er að innleiða nýja myndgreiningartækni í öryggisleitinni á flugvöllum eyjanna árið 2024. 

Breytingar í vændum á flugvöllum Kanaríeyja

Tenerife | 23. febrúar 2023

Ráðgert er að ný myndgreiningartækni verði innleidd á flugvöllum Kanaríeyja …
Ráðgert er að ný myndgreiningartækni verði innleidd á flugvöllum Kanaríeyja á næsta ári. Ljósmynd/Pexels

Farþegar á leið til Kanaríeyja, hvort sem það er Tenerife eða Gran Canaria, á næsta ári mega eiga von á því að þurfa ekki að taka fartölvur og vökva upp úr handfarangri sínum á leið heim úr sólinni. Fyrirhugað er að innleiða nýja myndgreiningartækni í öryggisleitinni á flugvöllum eyjanna árið 2024. 

Farþegar á leið til Kanaríeyja, hvort sem það er Tenerife eða Gran Canaria, á næsta ári mega eiga von á því að þurfa ekki að taka fartölvur og vökva upp úr handfarangri sínum á leið heim úr sólinni. Fyrirhugað er að innleiða nýja myndgreiningartækni í öryggisleitinni á flugvöllum eyjanna árið 2024. 

Canarian Weekly greinir frá og segir að áform séu um að taka nýja tækni í gagnið á meginlandi Spánar á þessu ári. 

AENA tilkynnti í vikunni að fyrirhuguð væri margra milljóna evra fjárfesting í nýrri myngreiningartækni. Fyrst yrði hún innleidd á tveimur stærstu flugvöllum Spánar, í Madríd og Barcelona en um 40% af allri flugumferð Spánar fer í gegnum flugvellina. 

mbl.is hefur áður fjallað um myndgreiningartæknina en í henni felst að sneiðmyndir eru teknar af farangri í öryggisleit. Þannig þurfa farþegar ekki að hafa alla vökva í undir 100 ml flöskum og þurfa ekki að taka raftæki upp úr töskum sínum. 

Talið er að tæknin muni létta talsvert á öryggisleit flugvalla, þar sem talsverður tími mun sparast þegar farþegar þurfa ekki að létta á töskum sínum fyrir leitina. 

Í samtali við mbl.is í desember síðastliðnum sagði Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar hjá Isavia, að tæknin myndi að öllum líkindum koma í Leifstöð eftir tvö til þrjú ár.

mbl.is