Formaðurinn neitaði að svara spurningum blaðamanns

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

Formaðurinn neitaði að svara spurningum blaðamanns

Sæþór Benjamín Randalsson, formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, vill ekki tjá sig um þá ákvörðun stjórnarinnar að auglýsa hvorki eftir né taka við umsóknum vegna mögulegs tekjutaps félagsmanna vegna verkbanns, sem SA hefur samþykkt.

Formaðurinn neitaði að svara spurningum blaðamanns

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

Sæþór Benjamín Randalsson er formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar.
Sæþór Benjamín Randalsson er formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæþór Benjamín Randalsson, formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, vill ekki tjá sig um þá ákvörðun stjórnarinnar að auglýsa hvorki eftir né taka við umsóknum vegna mögulegs tekjutaps félagsmanna vegna verkbanns, sem SA hefur samþykkt.

Sæþór Benjamín Randalsson, formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, vill ekki tjá sig um þá ákvörðun stjórnarinnar að auglýsa hvorki eftir né taka við umsóknum vegna mögulegs tekjutaps félagsmanna vegna verkbanns, sem SA hefur samþykkt.

Þegar mbl.is náði tali af Sæþóri sagðist hann ekki ætla að svara neinum spurningum og lagði á áður en blaðamaður náði að klára fyrirspurn sína.

Samninganefnd Eflingar styður ákvörðun stjórnar vinnudeilusjóðsins, sem hefur þó verið töluvert gagnrýnd af ýmsum aðilum. Þar á meðal meðlimum stjórnar Eflingar.

Markmið sjóðsins að styðja í verkbanni

Agnieszka Ewa Ziół­kowska, vara­formaður Efl­ing­ar, benti á það í færslu á Face­book-síðu sinni í gær að það væri ekkert í reglum Eflingar um vinnudeilusjóð sem hindraði það að greiða félagsmönnum í verkbanni.

Það væri í raun markmið sjóðsins að styrkja félagsmenn bæði í verkföllum og verkbönnum þegar félagið ætti í vinnudeilum. Sagði Agnieszka það aðeins ákvörðun formanns Eflingar að greiða ekki úr sjóðnum.

Segir Halldór hafa fyrirskipað áhlaup

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun að það væri ákvörðun stjórnar vinnudeilusjóðsins hvort greiða ætti félagsmönnum styrki úr sjóðnum í verkbanni eða ekki.

„Í stjórn sjóðsins eru ákv­arðanir tekn­ar, um t.d. hver upp­hæð verk­fallsstyrks skuli vera fyr­ir meðlimi, ásamt öðru. Einnig er það stjórn­ar sjóðsins að ákveða hvort að rétt sé að verða við skip­un­um frá Hall­dóri Benja­mín þegar hann fyr­ir­skip­ar áhlaup á sjóðinn í þeim til­gangi að tæma hann og rústa þar sem mögu­leik­um Efl­ing­ar á því að geta farið í verk­föll,“ skrifaði Sól­veig meðal ann­ars á Face­book í morg­un.

„Sem bet­ur fer er stjórn vinnu­deilu­sjóðs Efl­ing­ar ekki mönnuð vit­firring­um og strengja­brúðum sturlaðrar yf­ir­stétt­ar held­ur full­orðnu fólki sem skil­ur ábyrgð sína í grafal­var­legu ástandi, hefnd­araðgerð hinna rík­ustu gagn­vart þeim sem minnst eiga. Hefnd­araðgerð sem af­hjúp­ar með öllu grimmd og mann­hat­ur þeirra sem telja sig eig­end­ur alls á þessu landi,“ skrifaði hún jafn­framt.

mbl.is