Katrín fékk fjórar stjörnur í Heat

Bókaland | 11. ágúst 2023

Katrín fékk fjórar stjörnur í Heat

„Það er ekki oft sem við skrifum gagnrýni um bók eftir starfandi forsætisráðherra en hérna erum við,“ segir breska tímaritið Heat og gefur Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur fjórar stjörnur og segir að andrúmsloftið í sögunni sé spennuþrungið.

Katrín fékk fjórar stjörnur í Heat

Bókaland | 11. ágúst 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er til umfjöllunar í Heat.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er til umfjöllunar í Heat. Ljósmynd/Samsett

„Það er ekki oft sem við skrifum gagnrýni um bók eftir starfandi forsætisráðherra en hérna erum við,“ segir breska tímaritið Heat og gefur Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur fjórar stjörnur og segir að andrúmsloftið í sögunni sé spennuþrungið.

„Það er ekki oft sem við skrifum gagnrýni um bók eftir starfandi forsætisráðherra en hérna erum við,“ segir breska tímaritið Heat og gefur Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur fjórar stjörnur og segir að andrúmsloftið í sögunni sé spennuþrungið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki tíður gestur í tímaritinu. Frægðarmenni úr kvikmynda og stjörnuheiminum fylla síður blaðsins en þar er líka að finna fegrunarráð og sagt frá því hverjur eru hvar. Heat er með reglulegar umfjallanir um kvikmyndir og bækur og hefur að geyma viðtöl við hina fríðu og fögru. Forsíðugrein blaðsins að þessu sinni fjallar um deilur Victoriu Beckham og Meghan Markle og hvers vegna sú fyrrnefnda muni aldrei aftur tala við hina „eitruðu hertogaynju“.

Reykjavík – glæpasaga var söluhæsta bók síðast árs hérlendis og tilnefnd til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna.

Reykjavík fær fjórar stjörnur í Heat.
Reykjavík fær fjórar stjörnur í Heat.
Viktoría Beckham og Meghan Markle prýða forsíðuna.
Viktoría Beckham og Meghan Markle prýða forsíðuna.
mbl.is