Flugmennirnir sem tóku u-beygju

Gisting | 11. september 2023

Flugmennirnir sem tóku u-beygju

Flugmennirnir og vinirnir, Kristian Hesselberg og Leo Rohde, eru með óvenjulega hliðarbúgrein en þeir ákváðu að byrja framleiða rúmföt undir nafninu Abate. Áhuginn á gæða rúmfötum spratt ekki upp úr þurru. Eftir að hafa dvalið á hótelum víðsvegar um heiminn starfs síns vegna áttuðu þeir sig á hversu miklu máli góð rúmföt skipta. 

Flugmennirnir sem tóku u-beygju

Gisting | 11. september 2023

Flugmennirnir Kristian Hesselberg og Leo Rohde eru á bak við …
Flugmennirnir Kristian Hesselberg og Leo Rohde eru á bak við merkið Abate.

Flugmennirnir og vinirnir, Kristian Hesselberg og Leo Rohde, eru með óvenjulega hliðarbúgrein en þeir ákváðu að byrja framleiða rúmföt undir nafninu Abate. Áhuginn á gæða rúmfötum spratt ekki upp úr þurru. Eftir að hafa dvalið á hótelum víðsvegar um heiminn starfs síns vegna áttuðu þeir sig á hversu miklu máli góð rúmföt skipta. 

Flugmennirnir og vinirnir, Kristian Hesselberg og Leo Rohde, eru með óvenjulega hliðarbúgrein en þeir ákváðu að byrja framleiða rúmföt undir nafninu Abate. Áhuginn á gæða rúmfötum spratt ekki upp úr þurru. Eftir að hafa dvalið á hótelum víðsvegar um heiminn starfs síns vegna áttuðu þeir sig á hversu miklu máli góð rúmföt skipta. 

Góður nætursvefn skiptir miklu máli og finna flugmenn sérstaklega vel fyrir því þegar þeir þurfa að vakna upp um miðjan nætur og flakka á milli tímabelta. Þeir Leo og Kristan fundu hvað gæða rúmföt gerðu fyrir nætursvefninn. Það kom þeim þó á óvart hvað það var erfitt að finna rúmföt á viðráðanlegu verði sem mættu þeirra gæðakröfum. 

Í framhaldi eyddu þeir miklum tíma í að kynna sér og læra um náttúruleg efni og framleiðsluaðferðir á bómull. Þegar kemur að bómull skiptir ekki einungis máli hversu margra þráða rúmföt eru, heldur jafnvel meira máli af hvaða gæðum bómullarþræðirnir eru. Í Egyptalandi á Giza svæðinu við ánna Níl eru bestu mögulegu skilyrðin til bómullarræktunar, en þar ná þræðirnir að verða sérstaklega langir sem skilar sér í einstaklega mjúkum og léttum bómull. Einungis nokkur prósent af bómullarframleiðslu heimsins kemur frá Egyptalandi og enn minna frá þessu tiltekna svæði. Rúmfötin frá Abate eru framleidd í Portúgal úr 100% Oeko-tex ® vottaðri, sérstaklega langri egypskri Giza bómull og er 430 þráða. Efnið er þynnra og fínna en önnur bómullarefni og er því léttara og mýkra við húðina, á sama tíma og endingin er lengri.

Úr varð að þeir félagar stofnuðu Abate. Nýlega opnaði Sommero-hótelið í Ósló nýtt hótel, Villa Inkognito í hjarta Ósló og þar sofa hótelgestir í rúmfötum frá Abate. 

Rúmfötin sem eru eins og á lúxushóteli fást í Módern.
Rúmfötin sem eru eins og á lúxushóteli fást í Módern.
Litirnir eru róandi.
Litirnir eru róandi.
Hver vill ekki vakna eins og konungborin eftir nætursvefn?
Hver vill ekki vakna eins og konungborin eftir nætursvefn?
mbl.is