Litlar faldar perlur sem þú verður að sjá

Gisting | 24. september 2023

Litlar faldar perlur sem þú verður að sjá

Á bókunarvef Airbnb er hægt að leita að gistingu undir mörgum mismunandi flokkum. Einn þeirra kallast „tiny homes“ eða „pínulítil heimili“ og þar má finna lítil hús með einstakan sjarma. 

Litlar faldar perlur sem þú verður að sjá

Gisting | 24. september 2023

Ótrúlegt landslag umlykur húsin.
Ótrúlegt landslag umlykur húsin. Samsett mynd

Á bókunarvef Airbnb er hægt að leita að gistingu undir mörgum mismunandi flokkum. Einn þeirra kallast „tiny homes“ eða „pínulítil heimili“ og þar má finna lítil hús með einstakan sjarma. 

Á bókunarvef Airbnb er hægt að leita að gistingu undir mörgum mismunandi flokkum. Einn þeirra kallast „tiny homes“ eða „pínulítil heimili“ og þar má finna lítil hús með einstakan sjarma. 

Ferðavefur mbl.is tók saman þrjár faldar perlur, en einstakt útsýni og falleg hönnun einkennir húsin og því er óhætt að segja að stærðin skipti engu máli. 

Sveitasæla í Ekvador

Í San Juan í Ekvador er að finna afar sjarmerandi lítið hús umvafið fallegri náttúru og stórfenglegum fjallagarði. Þó húsið sé lítið er það með stóra glugga sem veita guðdómlegt útsýni.

Nóttin í húsinu kostar 122 bandaríkjadali eða sem nemur rúmum 16 þúsund krónum á gengi dagsins, en þar er gistipláss fyrir tvo.

Einstakt útsýni er frá húsinu.
Einstakt útsýni er frá húsinu. Ljósmynd/Airbnb.com
Notaleg stemning er í forgrunni.
Notaleg stemning er í forgrunni. Ljósmynd/Airbnb.com

Draumurinn í Englandi

Í Northumberland í Englandi er að finna fallegt lítið hús í miðjum skógi sem hefur verið innréttað á sérlega notalegan máta. Umhverfis húsið er frábær útiaðstaða með sænskum heitum potti sem hitaður er upp með eldi úr arni. 

Nóttin í húsinu kostar 230 bandaríkjadali eða sem nemur rúmlega 31 þúsund krónum og geta tveir gist þar hverju sinni. 

Húsið er staðsett í miðjum skógi.
Húsið er staðsett í miðjum skógi. Ljósmynd/Airbnb.com
Heiti potturinn gerir mikið fyrir eignina.
Heiti potturinn gerir mikið fyrir eignina. Ljósmynd/Airbnb.com

Útsýnisperla í Noregi

Í Forde í Noregi er að finna sannkallaða útsýnisperlu, en útsýnið frá þessu litla en notalega húsi líkist helst málverki og er guðdómlegt sama hvernig viðrar. Það er því óhætt að segja að dvöl í húsinu sé mikil upplifun. 

Nóttin í húsinu kostar 392 bandaríkjadali eða sem nemur rúmum 55 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Þar er gistipláss fyrir tvo gesti.

Ótrúleg náttúrufegurð gleður sannarlega augað.
Ótrúleg náttúrufegurð gleður sannarlega augað. Ljósmynd/Airbnb.com
Þvílíkur draumur!
Þvílíkur draumur! Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is