Fóru í leyniferð til Portúgal

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. september 2023

Fóru í leyniferð til Portúgal

Harry prins og Meghan hertogynja af Sussex áttu saman góðar stundir í Portúgal eftir að Invictus-leikjunum lauk í Þýskalandi á dögunum.

Fóru í leyniferð til Portúgal

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. september 2023

Harry og Meghan virtust hamingjusöm á Invictus-leikjunum sem fóru fram …
Harry og Meghan virtust hamingjusöm á Invictus-leikjunum sem fóru fram í Þýskalandi á dögunum. AFP

Harry prins og Meghan hertogynja af Sussex áttu saman góðar stundir í Portúgal eftir að Invictus-leikjunum lauk í Þýskalandi á dögunum.

Harry prins og Meghan hertogynja af Sussex áttu saman góðar stundir í Portúgal eftir að Invictus-leikjunum lauk í Þýskalandi á dögunum.

Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum þá flugu þau beint frá Düsseldorf til litla smábæjarins Melides sem er sunnan við Lissabon. Þarna voru þau í þrjár nætur í rómantískri helgarferð til þess að hlaðabatteríin eftir mikla vinnutörn.

Staðarvalið kemur kannski ekki á óvart en frænka Harry, Eugenie prinsessa, og eiginmaður hennar Jack Brooksbank hafa varið miklum tíma á þessum slóðum. Vitað er að Harry og Eugenie eru afar náin frændsystkin og miklir vinir. Brooksbank vinnur þar að fasteignaþróun á svæði CostaTerra Golf and Ocean Club

Þá er Melides afar sjarmerandi sjávarþorp með úrval góðra hótela en fyrir skömmu opnaði hinn heimsþekkti skóhönnuður Christian Louboutin hótel þarna. Margar stjörnur hafa gist þarna eins og til dæmis Janet Jackson.

Hótel Vermelho Melides er í eigu hins fræga Christian Louboutin. …
Hótel Vermelho Melides er í eigu hins fræga Christian Louboutin. Það er mjög sjarmerandi í anda Portúgals. Skjáskot/Instagram
Lissabon í Portúgal. Melides er strandbær í 75 mínútna akstursfjarlægð …
Lissabon í Portúgal. Melides er strandbær í 75 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. Ljósmynd/Unsplash/Veronika Jorojobert
mbl.is