Guðdómlegt sveitasetur frá 17. öld

Gisting | 29. september 2023

Guðdómlegt sveitasetur frá 17. öld

Í hlíðum Devons í Englandi er að finna guðdómlegt sveitasetur sem samanstendur af gömlum útihúsum frá 17. öld ásamt hlöðu og gistiheimili sem í dag hafa hlotið allsherjar yfirhalningu.

Guðdómlegt sveitasetur frá 17. öld

Gisting | 29. september 2023

Sveitasetrið hefur verið innréttað á einstakan máta.
Sveitasetrið hefur verið innréttað á einstakan máta. Samsett mynd

Í hlíðum Devons í Englandi er að finna guðdómlegt sveitasetur sem samanstendur af gömlum útihúsum frá 17. öld ásamt hlöðu og gistiheimili sem í dag hafa hlotið allsherjar yfirhalningu.

Í hlíðum Devons í Englandi er að finna guðdómlegt sveitasetur sem samanstendur af gömlum útihúsum frá 17. öld ásamt hlöðu og gistiheimili sem í dag hafa hlotið allsherjar yfirhalningu.

Sveitasetrið hefur verið innréttað á afar sjarmerandi máta með nútímalegu ívafi, en eigendurnir hafa í gegnum árin verið dugleg að safna hinum ýmsu antík húsmunum sem gefa eigninni mikinn karakter.

Í húsunum hefur glæsilegri gistiaðstöðu fyrir allt að 18 manns verið komið fyrir, en alls eru níu svefnherbergi og níu baðherbergi í sveitasetrinu. Þá hefur hlöðunni verið breytt í heillandi samverurými. Í miðri hlöðunni má sjá fallegt langborð, en aukin lofthæð og stórar tvöfaldar hurðar gefa rýminu mikinn glæsibrag. Þá hefur skreytingum úr þurrkuðum stráum verið komið fyrir í lofti, en þær gefa rýminu mikla hlýju og tóna vel við fagurbláa litinn sem er í aðalhlutverki þar. 

Á verönd fyrir utan húsið hefur verið komið fyrir afar glæsilegri aðstöðu með flottum útihúsgögnum sem hentar vel til veisluhalda. Þar má sjá eldstæði, notalega sófa, langborð, fallegar skreytingar og nóg af blómum.

Sveitasetrið er til útleigu á Airbnb, en eins og fram hefur komið er gistipláss fyrir allt að 18 gesti þar. Nóttin kostar 2.073 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 283 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is