Útskýrir fjarveru sína af samfélagsmiðlum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. september 2023

Útskýrir fjarveru sína af samfélagsmiðlum

Það vakti athygli á dögunum að Charlene prinsessa af Mónakó skyldi eyða Instagram-reikningi sínum. Fram að því hafði prinsessan verið dugleg að birta myndir úr lífi sínu og fagna stórum tíðindum hjá fjölskyldu sinni.

Útskýrir fjarveru sína af samfélagsmiðlum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 29. september 2023

Charlene prinsessa og Albert fursti segjast vera hamingjusöm saman.
Charlene prinsessa og Albert fursti segjast vera hamingjusöm saman. AFP

Það vakti athygli á dögunum að Charlene prinsessa af Mónakó skyldi eyða Instagram-reikningi sínum. Fram að því hafði prinsessan verið dugleg að birta myndir úr lífi sínu og fagna stórum tíðindum hjá fjölskyldu sinni.

Það vakti athygli á dögunum að Charlene prinsessa af Mónakó skyldi eyða Instagram-reikningi sínum. Fram að því hafði prinsessan verið dugleg að birta myndir úr lífi sínu og fagna stórum tíðindum hjá fjölskyldu sinni.

Í viðtali við Suður-Afríska fjölmiðilinn News24 segir Charlene að ætlunin sé að vernda börnin sín frá álaginu sem fylgir því að vera hluti af konunglegri fjölskyldu og að vera fyrir augu almennings.

Í viðtalinu tjáir hún sig einnig um hjónaband sitt og Alberts fursta en margir virðast telja að það hangi á bláþræði, hún búi í Sviss og komi aðeins til Mónakó eftir pöntun til þess að sinna opinberum skyldustörfum.

„Þessar sögur eru þreytandi. Það er ekkert að hjónabandinu mínu. Ég skil ekki hvaðan þessir orðrómar koma. Það er eins og að sumir óski þess að við hættum saman,“ sagði Charlene. 

„Það er líkt og að fjölmiðlar séu að reyna að búa til sína eigin sögu. Ef ég er á viðburði og það eru teknar þúsund myndir af mér, þá birta þeir einu myndina þar sem vill til að ég lít niður eða er ekki að brosa. Svo segja þeir að ég sé óhamingjusöm.“

mbl.is