Langar þig að gista í húsinu úr Sex Education?

Gisting | 2. október 2023

Langar þig að gista í húsinu úr Sex Education?

Á dögunum kom fjórða þáttaröð Sex Education út á streymisveitunni Netflix eftir tveggja ára bið og hafa margir verið límdir við sjónvarpsskjáinn síðustu daga. 

Langar þig að gista í húsinu úr Sex Education?

Gisting | 2. október 2023

Þeir sem hafa horft á Sex Education-þættina á Netflix hafa …
Þeir sem hafa horft á Sex Education-þættina á Netflix hafa án efa tekið eftir rauða húsinu. Samsett mynd

Á dögunum kom fjórða þáttaröð Sex Education út á streymisveitunni Netflix eftir tveggja ára bið og hafa margir verið límdir við sjónvarpsskjáinn síðustu daga. 

Á dögunum kom fjórða þáttaröð Sex Education út á streymisveitunni Netflix eftir tveggja ára bið og hafa margir verið límdir við sjónvarpsskjáinn síðustu daga. 

Leikmynd og umhverfi þáttanna er afar heillandi og hefur rauða húsið sem Otis Milburn, ein aðalpersóna þáttanna, og móðir hans Dr. Jean F. Milburn búa í eflaust fangað augu ófárra fagurkera.

Nú getur þú gist í rauða húsinu, The Chalet, sem er umvafið fallegri náttúru og gróðri í hinum gróskumikla Forest of Dean í Gloucestershire-sýslu í Bretlandi.

Fallegur heimilisstíll og guðdómlegt útsýni

Húsið er afar fallega innréttað í rómantískum sveitastíl með nútímalegu ívafi. Fallegir litir og skemmtilegir húsmunir fá að njóta sín í húsinu sem er einstaklega sjarmerandi. Á bak við húsið er falleg verönd og sólstofa sem margir kannast eflaust við úr þáttunum, enda margar senur teknar þar upp. Þaðan er guðdómlegt útsýni niður að ánni.

Húsið er á tveimur hæðum og státar af fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum, en þar er pláss fyrir allt að tíu gesti hverju sinni. Nóttin í húsinu kostar frá 900 til 950 sterlingspund, eða sem nemur 151 þúsund til 159 þúsund krónur á gengi dagsins.

Ljósmynd/Coolstays.com
Ljósmynd/Coolstays.com
Ljósmynd/Coolstays.com
Ljósmynd/Coolstays.com
Ljósmynd/Coolstays.com
Ljósmynd/Coolstays.com
Ljósmynd/Coolstays.com
Ljósmynd/Coolstays.com
mbl.is