Harry vill flytja aftur heim en ekki Meghan

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. október 2023

Harry vill flytja aftur heim en ekki Meghan

Harry prins er sagður sakna mjög heimahaganna og vill eiga heimili í Bretlandi. Meghan er ekki sama sinnis.

Harry vill flytja aftur heim en ekki Meghan

Kóngafólk í fjölmiðlum | 3. október 2023

Harry Bretaprins er sagður með heimþrá.
Harry Bretaprins er sagður með heimþrá. AFP

Harry prins er sagður sakna mjög heimahaganna og vill eiga heimili í Bretlandi. Meghan er ekki sama sinnis.

Harry prins er sagður sakna mjög heimahaganna og vill eiga heimili í Bretlandi. Meghan er ekki sama sinnis.

Hjónin búa nú í Kaliforníu eftir að hafa látið af störfum hjá bresku konungsfjölskyldunni með miklum látum árið 2020.

Kongunglegi álitsgjafinn Mark Boardman segir í viðtali við OK að Harry þrái að hitta vini sína í Bretlandi og vilji kaupa hús í London. „Félagslífið hans er ekki eins og það var fyrir tíu árum. Hann hefur fjarlægst mjög vini sína og á engan samastað í Bretlandi.“

„Meghan skilur ekki afhverju Harry vill sitt gamla líf aftur,“ segir Boardman.

„Meghan elskar Harry en hún vill líka draga fram það besta í honum.“

„Hún er mjög ákveðin með þeirra sameiginlegu hlutverk og þau eru að reyna að vinna betur saman að ýmsum verkefnum.“

„Fólk vill sjá breyttan Harry, frekar en að hann fari aftur í sitt gamla far en áður var hann sífellt í fjölmiðlum fyrir eilíft partýstand. Hann er ungur í anda og þarf einhvern með sér sem heldur honum í skefjum.“

„Þegar hann heimsækir Bretland þá er hann bara inni á hótelum og forðast að koma fram opinberlega. Hann þráir gömlu vini sína.“

Harry og Meghan virtust hamingjusöm á Invictus-leikjunum sem fóru fram …
Harry og Meghan virtust hamingjusöm á Invictus-leikjunum sem fóru fram í Þýskalandi á dögunum. AFP
mbl.is