Forsetahjónunum ekki boðið í veisluna

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. október 2023

Forsetahjónunum ekki boðið í veisluna

Elsta barn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu Danmerkur, Kristján, verður átján ára þann 15. október. Í tilefni af því verður haldin mikil veisla í höllinni í Christiansborg í Kaupmannahöfn. Talsverð eftirvænting ríkir í Danmörku vegna veislunnar.

Forsetahjónunum ekki boðið í veisluna

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. október 2023

Kristján, prins í Danmörku, verður átján nú í haust.
Kristján, prins í Danmörku, verður átján nú í haust. Ljósmynd/kongehuset.dk

Elsta barn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu Danmerkur, Kristján, verður átján ára þann 15. október. Í tilefni af því verður haldin mikil veisla í höllinni í Christiansborg í Kaupmannahöfn. Talsverð eftirvænting ríkir í Danmörku vegna veislunnar.

Elsta barn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu Danmerkur, Kristján, verður átján ára þann 15. október. Í tilefni af því verður haldin mikil veisla í höllinni í Christiansborg í Kaupmannahöfn. Talsverð eftirvænting ríkir í Danmörku vegna veislunnar.

Búið er að senda út boðskortin meðal gesta verða ýmis fyrirmenni, erlent kóngafólk og forsprakkar ýmissa ungliðasamtaka. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar hefur staðfest komu sína en hún er guðmóðir Kristjáns. Með henni í för verður dóttir hennar Estelle sem er ellefu ára en Mary krónprinsessa er guðmóðir hennar. Þá mun Hákon krónprins Noregs einnig mæta með dóttur sinni Ingiríði sem er 19 ára. 

Í boðskortinu kemur fram að mælt er með gala klæðnaði sem felur í sér síðkjóla, einkennisbúninga og kjólföt. Þá er leyfilegt að bera orður og kórónur. 

Ljóst er að andinn er annar innan dönsku konungsfjölskyldunnar en þeirrar bresku hvað kórónur varðar. En Karl III. Bretlandskóngur kaus að leyfa ekki kórónur við krýningarathöfn sína. Erlendu kóngafólki var ráðlagt að klæðast dagfötum og bera hatta og Katrín prinsessa bar silfurlitaðan blómsveig í staðinn fyrir forláta kórónu. Var þetta gert til þess að stuða ekki almenning.

Samkvæmt heimildum Smartlands barst íslensku forsetahjónunum ekki boð í veislu Kristjáns prins. 

Þessi mynd af framtíðar erfingjum var tekin í tilefni af …
Þessi mynd af framtíðar erfingjum var tekin í tilefni af 18 ára afmæli Ingiríðar Alexöndru Noregsprinsessu. Þarna má sjá Estelle Svíaprinsessu, Catarina-Amaliu Hollandsprinsessu, Elísabetu prinsessu Belgíu og Karl prins af Lúxemborg. Fyrir miðju er Ingiríður. Spennandi verður að sjá hvort önnur slík mynd verði tekin fyrir veislu Kristjáns. Skjáskot/Instagram
Forsetahjónin voru glæsileg þegar þau mættu í sænsku konungshöllina til …
Forsetahjónin voru glæsileg þegar þau mættu í sænsku konungshöllina til þess að fagna krýningarafmæli Karls Gústafs kóngs. Ljósmynd/Sænska konungshöllin
mbl.is