Hætt við að vera dökkhærð

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. október 2023

Hætt við að vera dökkhærð

Svo virðist sem Charlene prinsessa af Mónakó hafi orðið þreytt á dökka hárinu sem hún skartaði í sumar og er aftur komin með ljóst hár.

Hætt við að vera dökkhærð

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. október 2023

Charlene prinsessa þegar hún var dökkhærð í sumar.
Charlene prinsessa þegar hún var dökkhærð í sumar. AFP

Svo virðist sem Charlene prinsessa af Mónakó hafi orðið þreytt á dökka hárinu sem hún skartaði í sumar og er aftur komin með ljóst hár.

Svo virðist sem Charlene prinsessa af Mónakó hafi orðið þreytt á dökka hárinu sem hún skartaði í sumar og er aftur komin með ljóst hár.

Charlene hefur aldrei verið hrædd við að breyta um hárgreiðslu en er almennt stuttklippt með ljóst hár. Í sumar ákvað hún að breyta til að dekkti hárið til mikilla muna og leyfði því aðeins að vaxa þannig að heildarútlitið varð aðeins mýkra og hlýlegra. 

Hún hefur nú enn og aftur breytt til og er aftur horfin til fyrra útlits sem gengur út á það að vera snöggklippt með ljósar strípur.

Charlene prinsessa er ein fárra konunglegra kvenna sem kjósa að hafa hárið snöggklippt og skapar sér þannig ákveðna sérstöðu að því leyti. Helst ber að minnast Díönu prinsessu sem braut blað með sinni drengjaklippingu þegar hún giftist Karli krónprins Bretlands á sínum tíma.

Hár prinsessunnar eins og það lítur út í dag. Hún …
Hár prinsessunnar eins og það lítur út í dag. Hún hefur lýst upp hárið með mildum strípum. Skjáskot/Instagram
Charlene prinsessa er alltaf vel klippt og er óhrædd við …
Charlene prinsessa er alltaf vel klippt og er óhrædd við að prófa nýjar hárgreiðslur. AFP
Charlene prinsessa var eitt sinn rökuð á annarri hliðinni.
Charlene prinsessa var eitt sinn rökuð á annarri hliðinni. AFP
Charlene prinsessa hefur líka verið með sítt hár en hefur …
Charlene prinsessa hefur líka verið með sítt hár en hefur meira gaman af því að fara óhefðbundnar leiðir með stutta hárið. AFP
Það vakti mikla athygli þegar Charlene prinsessa skartaði þessum þvertoppi …
Það vakti mikla athygli þegar Charlene prinsessa skartaði þessum þvertoppi og mörgum þótti hann ekki fallegur. AFP
mbl.is