Súpergóð Paella með kjúklingi

Uppskriftir | 8. október 2023

Súpergóð Paella með kjúklingi

Valgerður Sigurðardóttir er mikill matgæðingur og er iðin við að prófa sig áfram með ýmis konar rétti og ólíkar matarhefðir og venjur frá ólíkum þjóðum. Það er einn réttur sem hún og maðurinn hennar eru fræg fyrir, það er Paella með kjúklingi sem slær ávallt í gegn og matargestirnir þeirra hafa misst sig yfir.

Súpergóð Paella með kjúklingi

Uppskriftir | 8. október 2023

Valgerður Sigurðardóttir matgæðingur galdraði fram þessa súpergóðu Paellu með kjúklingi …
Valgerður Sigurðardóttir matgæðingur galdraði fram þessa súpergóðu Paellu með kjúklingi sem hefur heldur betur slegið í gegn í matarboðum hjá henni. Samsett mynd

Valgerður Sigurðardóttir er mikill matgæðingur og er iðin við að prófa sig áfram með ýmis konar rétti og ólíkar matarhefðir og venjur frá ólíkum þjóðum. Það er einn réttur sem hún og maðurinn hennar eru fræg fyrir, það er Paella með kjúklingi sem slær ávallt í gegn og matargestirnir þeirra hafa misst sig yfir.

Valgerður Sigurðardóttir er mikill matgæðingur og er iðin við að prófa sig áfram með ýmis konar rétti og ólíkar matarhefðir og venjur frá ólíkum þjóðum. Það er einn réttur sem hún og maðurinn hennar eru fræg fyrir, það er Paella með kjúklingi sem slær ávallt í gegn og matargestirnir þeirra hafa misst sig yfir.

 Við elskum að halda matarboð og það er oft þétt setið við borðstofuborðið hjá okkur þegar við tökum okkur til og smölum okkar besta fólki saman. Þá er hláturinn og gleðin við völd og mikið borðað. Ætli við séum ekki eins og svo margir, við göngum í gegnum tímabil þar sem við erum að leika okkur með hinar og þessar matarhefðir frá ólíkum löndum. Vinsælasti rétturinn þessa dagana er súpergóð Paella með kjúklingi sem er sáraeinfalt að útbúa og allir geta gert. Við erum dassarar af Guðs náð og eigum því ekkert auðvelt með það að halda okkur við uppskriftir og oft breytist margt þegar við erum að elda. Þið sem skellið ykkur í þetta verkefni verðið því að hafa það í huga að dassa hér og þar eftir smekk,“ segir Valgerður og hlær. 

Ódýr og góður réttur sem er ekki slæmt á þessum tímum

Við byrjuðum að grilla Paellur á síðasta ári, pönnuna fengum við í Kokku, en pönnurnar eru til í vefversluninni hjá þeim og í versluninni í þremur stærðum. Við tókum handföngin af okkar pönnu og þá smell passaði nýja pannan á kolagrillið. Þar sem við erum með kolagrill þá er gaman að leika sér með mismunandi viðarkol og reykkubba og gefa þannig matnum ólíkan keim. Við höfum verið að grilla kjúklinginn á kolagrillinu en í þetta sinn var von á yfir 20 manns í mat og því grilluðum við kjúklinginn á gasgrillinu. Kosturinn við þennan rétt er að hann er ekki bara góður heldur er hann líka ódýr sem er nú ekki slæmt í þessu verðbólguskoti sem er að rúlla yfir okkur,“ segir Valgerður.

Þennan rétt er einfalt að gera og líka hagkvæmt, þar …
Þennan rétt er einfalt að gera og líka hagkvæmt, þar sem hráefnið er ekki dýrt. Ljósmynd/Valgerður

Paella með kjúklingi

Fyrir 10

  • 3,5 l kjúklingasoð
  • 900 g risotto grjón, t.d. Trevijano, risotto
  • 3 stk. laukar, fínt saxaðir
  • 4 stk. hvítlauksrif, fínt söxuð
  • Kjúklingaleggur eða byssa með beini, kryddaður eftir smekk og magn eftir smekk
  • ¾ Chorizo pylsa, skorin í litla teninga
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 msk. reykt paprikukrydd
  • Smá klípa af saffran
  • ½ msk. turmerik
  • Ólífuolía eftir smekk

Til skrauts

  • Sítróna, skorin í báta
  • Fersk steinselja eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið pönnuna á grillið og setjið ólífuolíu á pönnuna.
  2. Þegar pannan er orðin heit setjið þá laukinn á og steik í smá tíma.
  3. Setjið næst Chorizo pylsurnar saman við laukinn og steik saman.
  4. Bætið við kryddinu ásamt hvítlauknum.
  5. Þegar þetta hefur samlagast vel á pönnunni, hellið þá grjónum út á pönnuna og látið þau steikjast og drekka í sig fituna sem er á pönnunni.
  6. Bætið næst út í tómötum og kjúklingasoðinu og látið malla þar til grjónin eru tilbúin.
  7. Fylgist vel með blöndunni og hrær reglulega í pönnunni og bæta við soði ef ykkur þykir það þurfa.
  8. Það getur verið betra að vera með hitadreifara í grillinu þá brennur maturinn síður við á pönnunni. 

Samsetning:

  1. Raðið kjúklingnum á pönnuna og skreytið með sítrónubátum og ferskri steinselju.
  2. Berið fram með grilluðu naanbrauði og fersku salati ef vill.
  3. Verði ykkur að góðu og góða skemmtun.
mbl.is