Karríkjúklingaréttur framreiddur á augabragði

Uppskriftir | 10. október 2023

Karríkjúklingaréttur framreiddur á augabragði

Þessi karríkjúklingaréttur er ofureinfaldur og dásamlega góður. Það tekur enga stund að elda hann og skella honum í eldfast mót. Berglind Hreiðars matarbloggari með meiru hjá Gotterí og gersemar galdraði þennan rétt fram á augabragði og sýnir hvað það getur stundum verið gott að eiga pakkasósur til að stytta sér leiðina. Á meðan rétturinn mallar í ofninum er hægt að leggja á borð og ganga frá öllu öðru áður maturinn er borinn fram. 

Karríkjúklingaréttur framreiddur á augabragði

Uppskriftir | 10. október 2023

Girnilegur karríkjúklingarétturinn sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars.
Girnilegur karríkjúklingarétturinn sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þessi karríkjúklingaréttur er ofureinfaldur og dásamlega góður. Það tekur enga stund að elda hann og skella honum í eldfast mót. Berglind Hreiðars matarbloggari með meiru hjá Gotterí og gersemar galdraði þennan rétt fram á augabragði og sýnir hvað það getur stundum verið gott að eiga pakkasósur til að stytta sér leiðina. Á meðan rétturinn mallar í ofninum er hægt að leggja á borð og ganga frá öllu öðru áður maturinn er borinn fram. 

Þessi karríkjúklingaréttur er ofureinfaldur og dásamlega góður. Það tekur enga stund að elda hann og skella honum í eldfast mót. Berglind Hreiðars matarbloggari með meiru hjá Gotterí og gersemar galdraði þennan rétt fram á augabragði og sýnir hvað það getur stundum verið gott að eiga pakkasósur til að stytta sér leiðina. Á meðan rétturinn mallar í ofninum er hægt að leggja á borð og ganga frá öllu öðru áður maturinn er borinn fram. 

Hér er einfaldan leiðin farin í matargerðinni og útkoman frábær.
Hér er einfaldan leiðin farin í matargerðinni og útkoman frábær. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Karríkjúklingur

Fyrir 4-6

  • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 pk. TORO karrísósa eða þið getið útbúið ykkar eigin karrísósu
  • 1 stk. saxaður laukur
  • 500 ml rjómi
  • 450 ml vatn
  • Salt, pipar, cayennepipar og BEZT á flest eftir smekk
  • Rifinn ostur
  • Ólífuolía til steikingar
  • Hrísgrjón, hvítlauksbrauð, ferskur ananas og kóríander (meðlæti)

Aðferð:

  1. Brúnið kjúklingalærin á pönnu upp úr ólífuolíu og BEZT á flest kryddinu og raðið þeim síðan í eldfast mót á meðan þið útbúið sósuna (á sömu pönnunni og óþarfi að þrífa hana á milli).
  2. Bætið olíu á pönnuna og brúnið laukinn, kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  3. Hellið þá rjóma og vatni út á laukinn og hrærið báðum karrýsósupökkunum saman við og kryddið eftir smekk. Farið varlega með cayennepiparinn og smakkið sósuna til þar til þið eruð sátt.
  4. Hellið henni yfir kjúklingalærin í eldfasta mótinu, rífið vel af osti yfir og bakið við 180°C í um það bil 35 mínútur.
  5. Skreytið réttinn með kóríander ef vill.
  6. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, ferskum ananasbitum og góðu brauði eftir ykkar smekk.
mbl.is