Tagine með kjúklingi að hætti Marokkó

Uppskriftir | 6. október 2023

Tagine með kjúklingi að hætti Marokkó

Tagine með kjúklingi er bragðgóður pottréttur frá Marokkó sem rífur í. Fullkominn haust- og vetrarréttur og ótrúlega gaman að bera hann fram í Tagine potti með loki eins og Marokkóbúar gera. Rétturinn inniheldur nokkrar tegundir af kryddum sem koma bragðlaukunum á flug og er borinn fram með hrísgrjónum. Það má bæði bera hrísgrjónin fram sér eða setja réttinn ofan á hrísgrjónabeð. Í réttinum er ein niðursoðin sítróna, ef erfitt reynist að finna hana í matvöruverslunum er ráð að útbúa sína eigin niðursoðnu sítrónu. Það tekur 3 til 4 daga að útbúa niðursoðna sítrónu.

Tagine með kjúklingi að hætti Marokkó

Uppskriftir | 6. október 2023

Tagine með kjúkling er bragðgóður pottréttur frá Marokkó sem rífur …
Tagine með kjúkling er bragðgóður pottréttur frá Marokkó sem rífur í og á vel við á þessum árstíma. Samsett mynd

Tagine með kjúklingi er bragðgóður pottréttur frá Marokkó sem rífur í. Fullkominn haust- og vetrarréttur og ótrúlega gaman að bera hann fram í Tagine potti með loki eins og Marokkóbúar gera. Rétturinn inniheldur nokkrar tegundir af kryddum sem koma bragðlaukunum á flug og er borinn fram með hrísgrjónum. Það má bæði bera hrísgrjónin fram sér eða setja réttinn ofan á hrísgrjónabeð. Í réttinum er ein niðursoðin sítróna, ef erfitt reynist að finna hana í matvöruverslunum er ráð að útbúa sína eigin niðursoðnu sítrónu. Það tekur 3 til 4 daga að útbúa niðursoðna sítrónu.

Tagine með kjúklingi er bragðgóður pottréttur frá Marokkó sem rífur í. Fullkominn haust- og vetrarréttur og ótrúlega gaman að bera hann fram í Tagine potti með loki eins og Marokkóbúar gera. Rétturinn inniheldur nokkrar tegundir af kryddum sem koma bragðlaukunum á flug og er borinn fram með hrísgrjónum. Það má bæði bera hrísgrjónin fram sér eða setja réttinn ofan á hrísgrjónabeð. Í réttinum er ein niðursoðin sítróna, ef erfitt reynist að finna hana í matvöruverslunum er ráð að útbúa sína eigin niðursoðnu sítrónu. Það tekur 3 til 4 daga að útbúa niðursoðna sítrónu.

Tagine með kjúklingi

  • 1 heill kjúklingur, skorinn í 8 bita
  • 2 – 3 msk. olía
  • 1 laukur, skorinn í sneiðar
  • 2-3 litlir hvítlaukar t.d. þessir í körfunni, smátt skornir
  • ½ msk. raspaður engifer
  • 2 tsk. arabísk kryddblanda, t.d. Arabískar nætur frá Pottagöldrum
  • Örlítið saffran, milli fingra
  • 1 tsk. cayennepipar
  • ½ msk. kúmín
  • Pipar og salt eftir smekk
  • 3-4 dl vatn
  • 1 lúka ferskt kóríander
  • 1 niðursoðin sítróna
  • 5-8 stk. edamame baunir, í belgnum (má sleppa)
  • 1 krukka svartar ólífur, steinlausar
  • Ferskt kóríander til skrauts 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skola kjúklinginn og skerið hann í 8 bita.
  2. Steikið kjúklinginn á pönnu í skamma stund og setjið hann síðan í þykkbotna pott.
  3. Setjið laukinn, hvítlauk, vatn, sítrónu ofan í pottinn.
  4. Blandið síðan öllum kryddunum saman við.
  5. Látið sjóða við vægan hita í um það bil 30 mínútur.
  6. Bæti þá ólífunum og edamame baununum saman við og látið sjóða í stutta stund í viðbót.
  7. Kryddið og smakkið til eftir þörfum.
  8. Skreytið réttinn með fersku kóríander.
  9. Berið fram með hrísgrjónum eða ofan á hrísgrjónabeði og njótið.
mbl.is