Deilir sjaldséðum myndum af börnunum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. október 2023

Deilir sjaldséðum myndum af börnunum

Eugenie prinsessa deildi á dögunum myndum af börnunum sínum tveimur í hjartnæmu myndskeiði sem sýnir meðal annars áður óséðar myndir frá brúðkaupi þeirra hjóna í Windsor kastala.

Deilir sjaldséðum myndum af börnunum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. október 2023

Eugenie og Jack Brooksbank eiga saman tvö börn.
Eugenie og Jack Brooksbank eiga saman tvö börn. AFP

Eugenie prinsessa deildi á dögunum myndum af börnunum sínum tveimur í hjartnæmu myndskeiði sem sýnir meðal annars áður óséðar myndir frá brúðkaupi þeirra hjóna í Windsor kastala.

Eugenie prinsessa deildi á dögunum myndum af börnunum sínum tveimur í hjartnæmu myndskeiði sem sýnir meðal annars áður óséðar myndir frá brúðkaupi þeirra hjóna í Windsor kastala.

Prinsessan er ekki gjörn á að deila myndum sem sýna andlit barnanna og hafa breskir fjölmiðlar fagnað uppátækinu. Þetta er í fyrsta sinn sem þau sjást öll saman á mynd. Það er mjög óformlegur bragur yfir myndatökunni sem hlýtur að teljast skemmtileg tilbreyting frá þeim uppstilltu myndum sem almenningur hefur almennt fengið að sjá frá konungsbornu fólki.

Þá benda fjölmiðlar á að talsverður svipur sé með börnunum Ernest og August, sem eru tveggja ára og fjögurra mánaða, og börnum Harry og Meghan. 

Fjölskyldan saman komin. Börnin eru sögð afar lík í móðurættina.
Fjölskyldan saman komin. Börnin eru sögð afar lík í móðurættina. Skjáskot/Instagram
Archie og Lilibet Díana.
Archie og Lilibet Díana. Samsett mynd

mbl.is