Svaðalegt 18 ára afmæli Danaprins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. október 2023

Svaðalegt 18 ára afmæli Danaprins

Kristján prins, elsta barn Friðriks krón­prins og Mary krón­prins­essu Dan­merk­ur, varð 18 ára á sunnudaginn. Galaveisla var haldin í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn fyrir Kristján. Prinsinn er annar í erfðaröðinni á eftir föður sínum. 

Svaðalegt 18 ára afmæli Danaprins

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. október 2023

Margrét Þórhildur Danadrottning kyssir hér Kristján prins til hamingju með …
Margrét Þórhildur Danadrottning kyssir hér Kristján prins til hamingju með afmælið. Á myndinni má einnig sjá Friðrik krónsprins og Mary krónprinsessu. AFP

Kristján prins, elsta barn Friðriks krón­prins og Mary krón­prins­essu Dan­merk­ur, varð 18 ára á sunnudaginn. Galaveisla var haldin í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn fyrir Kristján. Prinsinn er annar í erfðaröðinni á eftir föður sínum. 

Kristján prins, elsta barn Friðriks krón­prins og Mary krón­prins­essu Dan­merk­ur, varð 18 ára á sunnudaginn. Galaveisla var haldin í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn fyrir Kristján. Prinsinn er annar í erfðaröðinni á eftir föður sínum. 

Ungt kóngafólk frá Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Belgíu lét sig ekki vanta. Einnig fékk ungt fólk frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi boð í veisluna. Allir voru í sínu fínasta pússi en mælst var til þess að fólk klæddist galaklæðnaði og voru allar konurnar í síðkjólum og herramennirnir í einkennisbúningum, kjólfötum eða jakkafötum. 

Eftir hátíðlegan kvöldverð var slegið upp dansleik. Amma Kristjáns, Margrét Þórhildur Danadrottning, gaf gestunum óvænt tónlistaratriði. Benjamin Hav & Familien tróð upp og skemmtu ungir sem aldnir sér á dansgólfinu. Friðrik krónprins var til dæmis ekki of fínn til að hoppa og klappa í takt við tónlistina á dansgólfinu. 

Amalía krónprinsessa Hollands og Elísabet krónprinsessa Belgíu.
Amalía krónprinsessa Hollands og Elísabet krónprinsessa Belgíu. AFP
Hákon krónprins Noregs og Metta Marit krónprinsessa Noregs. Með þeim …
Hákon krónprins Noregs og Metta Marit krónprinsessa Noregs. Með þeim er dóttir þeirra Ingiríður Alexandra. AFP
Prinsessurnar Ísabella og Jósefína ásamt ömmu sinni Margréti Þórhildi Danadrottningu.
Prinsessurnar Ísabella og Jósefína ásamt ömmu sinni Margréti Þórhildi Danadrottningu. AFP
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar, Danél prins og dóttir þeirra Estelle prinsessa.
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar, Danél prins og dóttir þeirra Estelle prinsessa. AFP
Borðhaldið var glæsilegt.
Borðhaldið var glæsilegt. AFP
Kristján hélt ræðu í afmælisveislunni.
Kristján hélt ræðu í afmælisveislunni. AFP
mbl.is