Fyrrverandi tengdadóttir Kamillu dæmir fatastílinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. október 2023

Fyrrverandi tengdadóttir Kamillu dæmir fatastílinn

Tískustílistinn Sara Parker Bowles er fyrrverandi tengdadóttir Kamillu drottningar. Fyrrverandi tengdamóðir hennar er engin tískufyrirmynd og þrátt fyrir að stílistinn fái ekki lengur boð í höllina er hún ekki ósátt við stíl drottningarinnar. 

Fyrrverandi tengdadóttir Kamillu dæmir fatastílinn

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. október 2023

Bleikt fer Kamillu drottningu vel.
Bleikt fer Kamillu drottningu vel. AFP

Tískustílistinn Sara Parker Bowles er fyrrverandi tengdadóttir Kamillu drottningar. Fyrrverandi tengdamóðir hennar er engin tískufyrirmynd og þrátt fyrir að stílistinn fái ekki lengur boð í höllina er hún ekki ósátt við stíl drottningarinnar. 

Tískustílistinn Sara Parker Bowles er fyrrverandi tengdadóttir Kamillu drottningar. Fyrrverandi tengdamóðir hennar er engin tískufyrirmynd og þrátt fyrir að stílistinn fái ekki lengur boð í höllina er hún ekki ósátt við stíl drottningarinnar. 

Sara Parker Bowles var gift Tom Barker Bowles og á með honum tvö börn. Hún hefur unnið sem tískuritstjóri fyrir Vogue og Harper's Bazaar og séð um að klæða stjörnur á borð við Kate Moss. Hún var fastagestur í konunglegum brúðkaupum en eftir skilnaðinn hefur orðið breyting á. Blaðamaður Daily Mail fékk hana til að gefa álit á fatastíl Kamillu og í leiðinni segja hvað henni finnst um fatastíl Katrínar prinsessu. Sara Parker Bowles hefur aldrei fengið að velja föt á konurnar tvær þrátt fyrir glæsilega ferilskrá. 

Kamilla drottning

„Ég held að Kamilla hafi ekki pælt mikið í tísku áður en hún varð drottning og henni ýtt út á mitt sviðið. Það sem ég elska mest við stílinn hennar er hvað hún nær þessu rétt, treystir á innsæið og er hún sjálf,“ sagði fyrrverandi tengdadóttir hennar.

Sara Parker Bowles segir að það sé skrítið að eiga sýna tískuáhuga á áttræðisaldri. „Hún hefur tekið athyglinni fagnandi og tekið óumflýjanlegri gagnrýni á sinn ótrúlega hátt. Hún er bara að skemmta sér og njóta sín. Ég gæti ekki hrósað henni meira.“

Kamilla drottning í september.
Kamilla drottning í september. AFP
Kamilla í hvítri kápu í Frakklandi.
Kamilla í hvítri kápu í Frakklandi. AFP
Kamilla drottning hræðist ekki munstur.
Kamilla drottning hræðist ekki munstur. AFP

Katrín prinsessa

„Það að Katrín valdi Söruh Burton hjá Alexander McQueen til þess að hanna brúðarkjólinn sinn og klæðast hönnun hennar á mikilvægum viðburðum sýnir að hún veit hvað hún er að gera þegar föt eru annars vegar,“ segir Parker Bowles. 

Hún bendir einnig á að Katrín sé með ótrúlegan líkama. „Hún myndi örugglega líta konunglega og elegant út í kartöflusekk.“

Katrín prinsessa í haustlegu vesti.
Katrín prinsessa í haustlegu vesti. AFP
Rautt fer Katrínu vel.
Rautt fer Katrínu vel. AFP
Katrín prinsessa er alveg með galatískuna á hreinu.
Katrín prinsessa er alveg með galatískuna á hreinu. AFP
mbl.is