Prinsinn komst í kast við lögin

Kóngafólk í fjölmiðlum | 18. október 2023

Prinsinn komst í kast við lögin

Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu Svía, gerðist sekur um umferðarlagabrot í Svíþjóð. Einkaþjálfarinn fyrrverandi gleymdi sér aðeins við aksturinn, keyrði of hratt og var sektaður. 

Prinsinn komst í kast við lögin

Kóngafólk í fjölmiðlum | 18. október 2023

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel prins.
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel prins. AFP

Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu Svía, gerðist sekur um umferðarlagabrot í Svíþjóð. Einkaþjálfarinn fyrrverandi gleymdi sér aðeins við aksturinn, keyrði of hratt og var sektaður. 

Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu Svía, gerðist sekur um umferðarlagabrot í Svíþjóð. Einkaþjálfarinn fyrrverandi gleymdi sér aðeins við aksturinn, keyrði of hratt og var sektaður. 

Daníel var að keyra á vegi þar sem mátti keyra á 80 kílómetra hraða en hann var hins vegar á 87 kílómetra að því fram kemur á sænska miðlinum Expressen. Miðillinn fékk afrit af sekt lögreglunnar. Gerðist Daníel sekur um að sýna gáleysi í umferðinni. Daníel var sektaður um tvö þúsund sænskar krónur eða um 25 þúsund íslenskar krónur. 

Prinsinn vildi ekki tjá sig um atvikið en upplýsingafulltrúi konungsfjölskyldunnar staðfesti fréttina. 

Vikt­oría og Daní­el byrjuðu saman árið 2002 þegar Daníel var einkaþjálfari hennar. Þau gengu í hjóna­band í júní 2010 og eiga börnin Estelle prinsessu og Óskar prins. 

Viktoría krónprinsessa, Estelle prinsessa og Daníel prins.
Viktoría krónprinsessa, Estelle prinsessa og Daníel prins. AFP
mbl.is